Thursday, February 28, 2008
Munaðarlaus
Þá er maður orðin munaðarlaus eina ferðina enn og verð það víst fram í miðjan maí. Foreldrarnir eru farnir á hitt heimilið á Florida. Ekki nóg með það heldur fór systir mín plús fjölskylda líka á sama stað. Þau ætla að vísu bara að vera í mánuð. Ég er því hálf umkomulaus þessa dagana.
Annars verð ég víst að éta orð mín aftur, því ég er byrjuð aftur á Facebook. Reyni samt að eyða eins litlum tíma þar og mögulegt er, þetta er soddan tímaþjófur.
Fleira var það ekki í dag, ekki sú duglegasta í blogginu þessa dagana.
Annars verð ég víst að éta orð mín aftur, því ég er byrjuð aftur á Facebook. Reyni samt að eyða eins litlum tíma þar og mögulegt er, þetta er soddan tímaþjófur.
Fleira var það ekki í dag, ekki sú duglegasta í blogginu þessa dagana.
Thursday, February 21, 2008
Næturheimsókn
Nei, það var ekki ég sem fékk næturheimsókn, heldur yngsti meðlimur fjölskyldunnar. Klukkan hálf sex í morgun, vaknaði ég við mikil óhljóð sem bárust frá varðkettinum Trítlu. Tveir óboðnir kettir höfðu ráðist inn á hennar yfirráðasvæði og hún var ekki par hrifin. Það var alveg sama hvað ég reyndi að segja henni að svona tæki maður ekki á móti gestum, hún hvæsti bara og urraði. Ég var mest hissa að sjá að þeir virtust vera tveir saman, því ég hélt að kettir væru yfirleitt einfarar.
Málið endaði þannig að hún lét sig hverfa undir borð og neitaði að eiga nokkuð við þessa gesti. Ég fór því bara aftur upp í rúm.
Ætli Trítla kunni ekki kattasiði, eða er þetta eðli-legt?
Málið endaði þannig að hún lét sig hverfa undir borð og neitaði að eiga nokkuð við þessa gesti. Ég fór því bara aftur upp í rúm.
Ætli Trítla kunni ekki kattasiði, eða er þetta eðli-legt?
Saturday, February 16, 2008
Actionary
Þetta spil er hreinlega það skemmtilegasta sem ég hef spilað. Ég hef að vísu bara spilað það einu sinni, en ég var í þvílíku gleði-rússi eftir kvöldið að það entist mér í nokkra daga. Það, að þurfa að leika ótrúlegustu orð fyrir framan hóp af fólki, getur komið mesta fýlupúka í stuð. Stundum reyndist mér ógerningur að leika eitthvað, því ég var bara í hláturskasti.
Í kvöld á sem sagt að endurtaka leikinn. Hópurinn hefur stækkað örlítið, síðast vorum við sex, en núna verðum við níu. Ég held að það sé ágætt að hafa hópinn ekkert of stóran, því það veldur bara ruglingi. Þetta er líka góður hópur af fólki, sem þekkist eitthvað innbyrðist og það gerir leikinn skemmtilegri. Nú er bara að nota daginn til upphitunar og reyna að leika orð eins og drekafluga, Vestfirðir og garðdvergur.
Þetta verður bara gaman.
Í kvöld á sem sagt að endurtaka leikinn. Hópurinn hefur stækkað örlítið, síðast vorum við sex, en núna verðum við níu. Ég held að það sé ágætt að hafa hópinn ekkert of stóran, því það veldur bara ruglingi. Þetta er líka góður hópur af fólki, sem þekkist eitthvað innbyrðist og það gerir leikinn skemmtilegri. Nú er bara að nota daginn til upphitunar og reyna að leika orð eins og drekafluga, Vestfirðir og garðdvergur.
Þetta verður bara gaman.
Thursday, February 14, 2008
Endurmat
Ég er ein af þeim sem á erfitt með að taka ákvarðanir. Einföldustu ákvörðunartökur geta valdið mér endalausum áhyggjum. Þess vegna er ég ánægð með að hafa afrekað ýmislegt undanfarið.
1. Keypti loksins nýtt borðstofuborð og stóla. Ég var búin að vera með gamalt borð og tvær tegundir af stólum, frá því að ég flutti árið 2005. Fann ódýrt sett í Ikea.
2. Keypti mér nýtt sjónvarp. Gamla sjónvarpið var orðið töluvert lúið. Alger bylting að fara úr 21 tommu í 37 tommur, hálfgerð bíóstemmning á heimilinu núna.
3. Fann loksins nýjan sófa. Ég veit ekki hvað ég er búin að skoða marga sófa, svo ég var fegin að finna loksins "rétta" sófann.
Einnig er ég búin að ákveða eftirfarandi:
1. Ég ætla ekki að flytja fyrr en ég er búin að klára þessa íbúð. Verktakinn er ekki að standa sig, það á eftir að klára ýmislegt (þó að það séu bráðum 3 ár síðan ég flutti inn) og svo ætla ég að láta setja parkett.
2. Nýr bíll verður ekki keyptur fyrr en 2009, þegar dóttirin fær bílpróf og getur tekið við þeim gamla.
Það þarf varla að taka það fram að mér líður miklu betur.
1. Keypti loksins nýtt borðstofuborð og stóla. Ég var búin að vera með gamalt borð og tvær tegundir af stólum, frá því að ég flutti árið 2005. Fann ódýrt sett í Ikea.
2. Keypti mér nýtt sjónvarp. Gamla sjónvarpið var orðið töluvert lúið. Alger bylting að fara úr 21 tommu í 37 tommur, hálfgerð bíóstemmning á heimilinu núna.
3. Fann loksins nýjan sófa. Ég veit ekki hvað ég er búin að skoða marga sófa, svo ég var fegin að finna loksins "rétta" sófann.
Einnig er ég búin að ákveða eftirfarandi:
1. Ég ætla ekki að flytja fyrr en ég er búin að klára þessa íbúð. Verktakinn er ekki að standa sig, það á eftir að klára ýmislegt (þó að það séu bráðum 3 ár síðan ég flutti inn) og svo ætla ég að láta setja parkett.
2. Nýr bíll verður ekki keyptur fyrr en 2009, þegar dóttirin fær bílpróf og getur tekið við þeim gamla.
Það þarf varla að taka það fram að mér líður miklu betur.
Thursday, February 07, 2008
Föst
Eins og veðrið er búið að vera undanfarið, þá hlaut að koma að því. Í morgun var ég alveg föst. Litli bíllinn minn sat í skafli úti á plani og honum varð ekki haggað. Ég varð því að sníkja far í vinnuna. Eftir að vinnu lauk, ákvað ég að splæsa á leigubíl heim og vonaði alla leiðina að það væri búið að skafa planið svo ég kæmist á bílnum í fyrramálið. En nei. Bíllinn stóð ennþá í sama skafli og ég er strax farin að velta því fyrir mér hvernig ég á að koma börnum í skóla og mér í vinnuna í fyrramálið.
Bíllinn er svo kyrfilega fastur að ég þori ekki að taka sénsins á því að hreyfa hann og sitja svo föst, fyrir öllum hinum bílunum. Það sorglega er að ef ég kæmist út af planinu og niður á horn, þá væri leiðin greiðfær.
Því má svo bæta við að leigubíllinn sem keyrði mig heim, sat fastur fyrir utan hjá mér (hann fór þó ekki inn planið) og varð að kalla á annan bíl til hjálpar.
Ég held að ég sé farin að leita mér að jeppa.
Bíllinn er svo kyrfilega fastur að ég þori ekki að taka sénsins á því að hreyfa hann og sitja svo föst, fyrir öllum hinum bílunum. Það sorglega er að ef ég kæmist út af planinu og niður á horn, þá væri leiðin greiðfær.
Því má svo bæta við að leigubíllinn sem keyrði mig heim, sat fastur fyrir utan hjá mér (hann fór þó ekki inn planið) og varð að kalla á annan bíl til hjálpar.
Ég held að ég sé farin að leita mér að jeppa.
Friday, February 01, 2008
Frístundakort
Dóttir mín er á sextánda ári. Hún æfir reglulega í tækjasalnum í Salarlaug. Árskortið þar kostar ekki nema rúmlega 25.000 kr. Ég frétti af því að Seltjarnarnesbær niðurgreiðir árskort í ræktina fyrir börn upp að 18 ára aldri. Þetta á einnig við Reykjavík. Kópavogsbær niðurgreiðir hins vegar gjöld fyrir 14 ára og yngri. Ég hafði samband við íþróttafulltrúa Kópavogsbæjar og hann tjáði mér að þetta væri í breytingu. Veturinn 2007-2008 er miðað við 14 ára og yngri, 2008-2009 er miðað við 16 ára (þá verður dóttir mín passlega orðin 16 ára) og svo gæti verið að þetta verði endurskoðað í framtíðinni og hækkað í 18 ára aldur.
Stundum er ekkert svo gott að búa í Kópavogi.
Stundum er ekkert svo gott að búa í Kópavogi.