Thursday, February 21, 2008

 

Næturheimsókn

Nei, það var ekki ég sem fékk næturheimsókn, heldur yngsti meðlimur fjölskyldunnar. Klukkan hálf sex í morgun, vaknaði ég við mikil óhljóð sem bárust frá varðkettinum Trítlu. Tveir óboðnir kettir höfðu ráðist inn á hennar yfirráðasvæði og hún var ekki par hrifin. Það var alveg sama hvað ég reyndi að segja henni að svona tæki maður ekki á móti gestum, hún hvæsti bara og urraði. Ég var mest hissa að sjá að þeir virtust vera tveir saman, því ég hélt að kettir væru yfirleitt einfarar.

Málið endaði þannig að hún lét sig hverfa undir borð og neitaði að eiga nokkuð við þessa gesti. Ég fór því bara aftur upp í rúm.

Ætli Trítla kunni ekki kattasiði, eða er þetta eðli-legt?

Comments:
Hún er kannski hundur, svona innst inni?
 
Ég fór nefnilega að spá í það.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?