Friday, February 01, 2008

 

Frístundakort

Dóttir mín er á sextánda ári. Hún æfir reglulega í tækjasalnum í Salarlaug. Árskortið þar kostar ekki nema rúmlega 25.000 kr. Ég frétti af því að Seltjarnarnesbær niðurgreiðir árskort í ræktina fyrir börn upp að 18 ára aldri. Þetta á einnig við Reykjavík. Kópavogsbær niðurgreiðir hins vegar gjöld fyrir 14 ára og yngri. Ég hafði samband við íþróttafulltrúa Kópavogsbæjar og hann tjáði mér að þetta væri í breytingu. Veturinn 2007-2008 er miðað við 14 ára og yngri, 2008-2009 er miðað við 16 ára (þá verður dóttir mín passlega orðin 16 ára) og svo gæti verið að þetta verði endurskoðað í framtíðinni og hækkað í 18 ára aldur.

Stundum er ekkert svo gott að búa í Kópavogi.

Comments:
Koma í Mosó veiga mín þar er gott að vera :)

kv,
Anna D
 
sagðiðérða!
hryssa
 
na na na bú bú - ég bý á rétta staðnum :)
 
Hehe þið eruð ágætar. Ég flyt nú ekki úr Kópavognum, ekki nema þá til að flýja skaflana.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?