Saturday, February 16, 2008

 

Actionary

Þetta spil er hreinlega það skemmtilegasta sem ég hef spilað. Ég hef að vísu bara spilað það einu sinni, en ég var í þvílíku gleði-rússi eftir kvöldið að það entist mér í nokkra daga. Það, að þurfa að leika ótrúlegustu orð fyrir framan hóp af fólki, getur komið mesta fýlupúka í stuð. Stundum reyndist mér ógerningur að leika eitthvað, því ég var bara í hláturskasti.

Í kvöld á sem sagt að endurtaka leikinn. Hópurinn hefur stækkað örlítið, síðast vorum við sex, en núna verðum við níu. Ég held að það sé ágætt að hafa hópinn ekkert of stóran, því það veldur bara ruglingi. Þetta er líka góður hópur af fólki, sem þekkist eitthvað innbyrðist og það gerir leikinn skemmtilegri. Nú er bara að nota daginn til upphitunar og reyna að leika orð eins og drekafluga, Vestfirðir og garðdvergur.

Þetta verður bara gaman.

Comments:
Garðdvergur - best að æfa sig aðeins á því :-)
 
Haha þetta kvöld var alveg frábært, spiluðum Actionary til kl. 3
 
kisuvinur.blogspot.com is very informative. The article is very professionally written. I enjoy reading kisuvinur.blogspot.com every day.
cash advance ontario
pay day loans
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?