Thursday, February 14, 2008

 

Endurmat

Ég er ein af þeim sem á erfitt með að taka ákvarðanir. Einföldustu ákvörðunartökur geta valdið mér endalausum áhyggjum. Þess vegna er ég ánægð með að hafa afrekað ýmislegt undanfarið.

1. Keypti loksins nýtt borðstofuborð og stóla. Ég var búin að vera með gamalt borð og tvær tegundir af stólum, frá því að ég flutti árið 2005. Fann ódýrt sett í Ikea.
2. Keypti mér nýtt sjónvarp. Gamla sjónvarpið var orðið töluvert lúið. Alger bylting að fara úr 21 tommu í 37 tommur, hálfgerð bíóstemmning á heimilinu núna.
3. Fann loksins nýjan sófa. Ég veit ekki hvað ég er búin að skoða marga sófa, svo ég var fegin að finna loksins "rétta" sófann.

Einnig er ég búin að ákveða eftirfarandi:

1. Ég ætla ekki að flytja fyrr en ég er búin að klára þessa íbúð. Verktakinn er ekki að standa sig, það á eftir að klára ýmislegt (þó að það séu bráðum 3 ár síðan ég flutti inn) og svo ætla ég að láta setja parkett.
2. Nýr bíll verður ekki keyptur fyrr en 2009, þegar dóttirin fær bílpróf og getur tekið við þeim gamla.

Það þarf varla að taka það fram að mér líður miklu betur.

Comments:
Sko til! Þetta er nú alveg hellingur.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?