Thursday, February 07, 2008

 

Föst

Eins og veðrið er búið að vera undanfarið, þá hlaut að koma að því. Í morgun var ég alveg föst. Litli bíllinn minn sat í skafli úti á plani og honum varð ekki haggað. Ég varð því að sníkja far í vinnuna. Eftir að vinnu lauk, ákvað ég að splæsa á leigubíl heim og vonaði alla leiðina að það væri búið að skafa planið svo ég kæmist á bílnum í fyrramálið. En nei. Bíllinn stóð ennþá í sama skafli og ég er strax farin að velta því fyrir mér hvernig ég á að koma börnum í skóla og mér í vinnuna í fyrramálið.

Bíllinn er svo kyrfilega fastur að ég þori ekki að taka sénsins á því að hreyfa hann og sitja svo föst, fyrir öllum hinum bílunum. Það sorglega er að ef ég kæmist út af planinu og niður á horn, þá væri leiðin greiðfær.

Því má svo bæta við að leigubíllinn sem keyrði mig heim, sat fastur fyrir utan hjá mér (hann fór þó ekki inn planið) og varð að kalla á annan bíl til hjálpar.

Ég held að ég sé farin að leita mér að jeppa.

Comments:
í vinnuna mína fór ég í gær á litlu svörtu míkrunni - hehe og jeppafólkið koma alltof seint til vinnu því það var fast í sköflum heima hjá sér hahaha ;)
mæli með lítilli míkru á nagladekkjum :) - bara hjakka fram og til baka, bakka, keyra áfram, bakka, keyra áfram og svo laus og af stað hehe
gangi þér vel dúllan mín að komast úr hæðunum í vinnuna
 
Takk Elín mín. Ég verð að gera eitthvað í því að losa bílinn minn þegar ég kem heim, ekki get ég endalaust sníkt far með mínum fyrrverandi.

Langar að kaupa mér bíl með 4x4 drifi, svo ég þurfi ekki að fá magasár af áhyggjum á morgnana.
 
Úfff, ég lenti einu sinni í að pikkfestast á planinu heima og var einmitt fyrir hinum bílunum, það var mjög leiðinleg lífsreynsla. Þvílíkt neyðarlegt og sama hvað ég reyndi, þá komst bíllinn bara ekki áfram né afturábak.
 
Nákvæmlega. Þess vegna hreyfði ég minn bíl bara ekkert úr stæði. Ef ég hefði farið að bakka og síðan fest bílinn, þá hefði enginn komist út úr bílageymslunni.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?