Wednesday, August 30, 2006
Ég gerði skyldu mína
Ég vaknaði klukkan fjögur í nótt og settist við tölvuna. Setti inn slatta af atkvæðum á Magna. Þetta var ekki planað og ég stillti ekki vekjaraklukku, heldur vaknaði ég bara einhverra hluta vegna og ákvað þá að ég gæti gert mitt til að styðja Magna.
Annars lærði ég dýra lexíu í nótt. Aldrei að ganga frá lasagna í fínu leirfati, þegar maður er hálf-sofandi. Það fór í gólfið og fína Pampered Chef fatið mitt fór í mola. OG það lenti ofan á flísunum, OG það brotnaði upp úr tveimur flísum. Hmmm ég hafði náttúrulega ekki verið svo gáfuð að kaupa flísar sem voru litaðar í gegn, svo það sáust hvítar skellur á flísunum. Ég verð að reyna að blikka flísarann og athuga hvort hann er til í skipta um þær, þegar hann kemur að klára.
Maður er greinilega alltaf að læra eitthvað, jafnvel um miðjar nætur.
Annars lærði ég dýra lexíu í nótt. Aldrei að ganga frá lasagna í fínu leirfati, þegar maður er hálf-sofandi. Það fór í gólfið og fína Pampered Chef fatið mitt fór í mola. OG það lenti ofan á flísunum, OG það brotnaði upp úr tveimur flísum. Hmmm ég hafði náttúrulega ekki verið svo gáfuð að kaupa flísar sem voru litaðar í gegn, svo það sáust hvítar skellur á flísunum. Ég verð að reyna að blikka flísarann og athuga hvort hann er til í skipta um þær, þegar hann kemur að klára.
Maður er greinilega alltaf að læra eitthvað, jafnvel um miðjar nætur.
Saturday, August 26, 2006
Drasl
Ég held að ég sé að smitast af hinni dæmigerðu íslensku framkvæmdagleði. Það er ekki nóg að ég sé að láta flísaleggja forstofu og eldhús, heldur ætla ég að láta smíða feiknastóran pall og siðan að láta parketleggja restina af gólfum íbúðarinnar. Áðan var ég svo úti í geymslu að mæla út fyrir hillum, til að koma þar á röð og reglu. Mér finnst eiginlega ágætt að klára þetta fyrst ég er byrjuð. Nei, ég er nú ekki svona laghent sjálf, heldur kaupi ég alla smíðavinnu og flísalagnir.
Mikið held ég að verði orðið fínt hjá mér á jólunum.
Mikið held ég að verði orðið fínt hjá mér á jólunum.
Tuesday, August 22, 2006
PCO
Fór að hitta Guðmund Arason í dag. Ég vildi heyra hans álit á alfloginu sem ég fékk í sumar og hvort það gæti tengst lyfinu sem ég er að taka. Hann taldi að það væru margir samvirkandi þættir sem ollu kastinu, en sagði jafnfram að það hafði verið rétt ákvörðun hjá mér að hætta að taka lyfið. Það er mjög líklegt að það hafi verið komið ójafnvægi á blóðsykurinn hjá mér. Við það að hætta að taka lyfið, má ég eiga von á því að PCOið versni hjá mér. Það þýðir að ég verð að hafa betri stjórn á matarræðinu, fara Krísuvíkurleiðina eins og hann kallaði það. Það er alveg ótrúlegt hvað það var auðveldara að stjórna matarræðinu, þegar ég var á lyfjum. Eftir að ég hætti að taka lyfið, hef ég stanslausa sykurlöngun og borða bara miklu meira (og hef fitnað eftir því). Þetta er svona svipað ástand og venjulegar konur finna fyrir þegar "Rósa frænka" kemur í heimsókn. Ég er nefnilega alltaf í þannig ástandi.
Guðmundur mælti með því að ég hætti að borða sykur og passaði upp á einföld kolvetni. Svo mælti hann reyndar líka með DDV kúrnum, sem hentar víst mjög vel fyrir konur með PCO. Ég ætla að setjast niður og búa til kúr, sem hentar mér og þá vonandi gefst ég ekki upp eftir nokkra mánuði. Mig vantar nefnilega soldið sem heitir viljastyrkur.
Ó já, og eitt annað. Guðmundur sá enga ástæðu fyrir því að ég gæti ekki farið að keyra aftur. Hann sagði að ég hefði greinilega fengið viðvörun fyrir kastið. Ég ætti bara að fara varlega og halda keyrslunni í lágmarki. Það lá við að ég henti strætómiðunum í ruslið í gleðikastinu sem greip mig.
Guðmundur mælti með því að ég hætti að borða sykur og passaði upp á einföld kolvetni. Svo mælti hann reyndar líka með DDV kúrnum, sem hentar víst mjög vel fyrir konur með PCO. Ég ætla að setjast niður og búa til kúr, sem hentar mér og þá vonandi gefst ég ekki upp eftir nokkra mánuði. Mig vantar nefnilega soldið sem heitir viljastyrkur.
Ó já, og eitt annað. Guðmundur sá enga ástæðu fyrir því að ég gæti ekki farið að keyra aftur. Hann sagði að ég hefði greinilega fengið viðvörun fyrir kastið. Ég ætti bara að fara varlega og halda keyrslunni í lágmarki. Það lá við að ég henti strætómiðunum í ruslið í gleðikastinu sem greip mig.
Sunday, August 20, 2006
Jeff Who?
Ég get nú ekki sagt að ég hafi tekið virkan þátt í Menningarnótt. Eina atriðið sem ég sá var hluti af tónleikum fyrir utan Laugarveg 77. Ég fór þangað í þeim tilgangi að hlusta á Jeff Who?. Eina lagið sem ég hafði heyrt með þeim, var hið vinsæla Barfly, svo mér fannst kominn tími til að heyra almennilega í þeim. Ég var virkilega hrifin af því sem ég sá og ég get ekki neitað því að ég fylltist stolti að horfa á frænda minn á sviði. Ég er búin að þekkja hann síðan hann fæddist og hafði ekki hugmynd um að hann gæti sungið. Þau eru reyndar alveg ótrúlega listræn systkinin, Kata stjórnar Íslenska dansflokknum, Addi er í Ske og svo Baddi í Jeff Who?. Ég veit ekki, mér finnst það allavega sniðugt.
Friday, August 18, 2006
Virkir dagar
Mikið væri ég til í að eiga eintak af þessari bók. Það er ekki einungis vegna þess að þetta er ævisaga langa-langafa míns, heldur finnst mér bókin hafa að geyma svo lifandi lýsingar af lífinu í "gamla daga". Bókin er rituð af Guðmundi G. Hagalín og ég hef svipast um eftir henni, í hvert skipti sem ég á leið framhjá fornbókaverslun.
Annars er maður bara orðin semi-frægur. Gatan mín þykir svo merkileg að hún komst á síður Séð og Heyrt. Ætli þetta geti haft áhrif á fasteignaverð?
Annars er maður bara orðin semi-frægur. Gatan mín þykir svo merkileg að hún komst á síður Séð og Heyrt. Ætli þetta geti haft áhrif á fasteignaverð?
Monday, August 14, 2006
Hellur
Við mæðgurnar eyddum deginum í að fjarlægja ársgamlar hellur úr einkagarðinum okkar. Það kemur pallur á allt svæðið, svo hellurnar eru bara fyrir núna.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast 40x40 cm hellur, ársgamlar, geta skilið eftir skilaboð. Ég er að spá í að selja þær á 50 kr. stk.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast 40x40 cm hellur, ársgamlar, geta skilið eftir skilaboð. Ég er að spá í að selja þær á 50 kr. stk.
Friday, August 11, 2006
Afmæli
Í dag á unglingurinn minn afmæli. Hún er orðin fjórtán ára þessi elska. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það sé orðið svona langt síðan ég fæddi hana í heiminn.
Fyrstu fjóru mánuðirnir voru erfiðir fyrir hana, því hún þjáðist af magakveisu og grét allan sólarhringinn. Eftir það hefur hún hins vegar verið algert draumabarn. Hún er ákveðin og lætur ekki vaða yfir sig. Skapið er líka til staðar, en aldrei til vandræða. Hún er yfirleitt létt í skapi og stutt í hláturinn. Námið hefur aldrei vafist fyrir henni og í mörg ár stundaði hún fimleika af kappi. Hún er sæt og skemmtileg stelpa, mikil félagsvera og með góðan húmor. Hún er ekki mikið fyrir að syngja í fjölmenni og hefur aldrei verið hrifin af mjólk.
Ég held að þetta lýsi henni nokkuð vel. Mér þykir að sjálfsögðu endalaust vænt um hana, enda ekki annað hægt.
Fyrstu fjóru mánuðirnir voru erfiðir fyrir hana, því hún þjáðist af magakveisu og grét allan sólarhringinn. Eftir það hefur hún hins vegar verið algert draumabarn. Hún er ákveðin og lætur ekki vaða yfir sig. Skapið er líka til staðar, en aldrei til vandræða. Hún er yfirleitt létt í skapi og stutt í hláturinn. Námið hefur aldrei vafist fyrir henni og í mörg ár stundaði hún fimleika af kappi. Hún er sæt og skemmtileg stelpa, mikil félagsvera og með góðan húmor. Hún er ekki mikið fyrir að syngja í fjölmenni og hefur aldrei verið hrifin af mjólk.
Ég held að þetta lýsi henni nokkuð vel. Mér þykir að sjálfsögðu endalaust vænt um hana, enda ekki annað hægt.
Tuesday, August 08, 2006
Þreytt
Ég vaknaði við einhvern ógurlegan hávaða í morgun, sem ég uppgötvaði svo að var vekjaraklukkan mín. Mig verkaði í allan skrokkinn eftir erfiði undanfarna daga. Ég réðst nefnilega í stórframkvæmdir. Byrjaði á því að fjarlægja torf af litla einkagarðinum mínum og er byrjuð á að skipta um jarðveg, til að hægt sé að smíða þar pall. Ég ætla að láta skella upp palli og skjólvegg á allt svæðið sem tilheyrir mér.
Ég treysti mér að vísu ekki til að smíða pallinn sjálf, heldur ætla að fá smið í verkið. Hver veit nema maður láti setja parket í leiðinni, fyrst maður er komin með smið á svæðið. Og hvernig ætla ég svo að fjármagna þetta allt saman. Nú ég tek bara lán! Þarf nú ekki að fara langt til þess.
Ég treysti mér að vísu ekki til að smíða pallinn sjálf, heldur ætla að fá smið í verkið. Hver veit nema maður láti setja parket í leiðinni, fyrst maður er komin með smið á svæðið. Og hvernig ætla ég svo að fjármagna þetta allt saman. Nú ég tek bara lán! Þarf nú ekki að fara langt til þess.
Sunday, August 06, 2006
Verslunarmannahelgi
Það hefur lengi verið hálfgert mottó hjá mér að ferðast ekkert um þessa helgi. Eiginlega alveg síðan ég var unglingur, sem varð að komast í Þjórsárdal með vinunum. Ég hef í mesta lagi farið í sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur.
Ég verð samt að segja að ég sé soldið eftir að hafa aldrei farið á Þjóðhátíð. Það held ég að sé upplifun sem sé ógleymanleg. Þar að segja, þegar maður er ungur og vitlaust. Núna yrði ég bara gömul og hallærisleg.
Ég verð samt að segja að ég sé soldið eftir að hafa aldrei farið á Þjóðhátíð. Það held ég að sé upplifun sem sé ógleymanleg. Þar að segja, þegar maður er ungur og vitlaust. Núna yrði ég bara gömul og hallærisleg.
Thursday, August 03, 2006
Memory Lane
Ég held að ég sé að verða gömul. Á gönguferðum mínum undanfarnar vikur, hef ég sótt mikið gömlu hverfin mín. Ég hef farið framhjá húsunum sem ég bjó í og fyllst einhverri fortíðarvæmni. Eins og staðan er í dag, á ég bara eftir að taka góðan göngutúr um Seltjarnarnesið. Búin með Vatnsenda, Lindirnar, Norðurmýri, Fossvoginn og Efra-Breiðholtið.