Tuesday, August 08, 2006

 

Þreytt

Ég vaknaði við einhvern ógurlegan hávaða í morgun, sem ég uppgötvaði svo að var vekjaraklukkan mín. Mig verkaði í allan skrokkinn eftir erfiði undanfarna daga. Ég réðst nefnilega í stórframkvæmdir. Byrjaði á því að fjarlægja torf af litla einkagarðinum mínum og er byrjuð á að skipta um jarðveg, til að hægt sé að smíða þar pall. Ég ætla að láta skella upp palli og skjólvegg á allt svæðið sem tilheyrir mér.

Ég treysti mér að vísu ekki til að smíða pallinn sjálf, heldur ætla að fá smið í verkið. Hver veit nema maður láti setja parket í leiðinni, fyrst maður er komin með smið á svæðið. Og hvernig ætla ég svo að fjármagna þetta allt saman. Nú ég tek bara lán! Þarf nú ekki að fara langt til þess.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?