Sunday, August 20, 2006

 

Jeff Who?

Ég get nú ekki sagt að ég hafi tekið virkan þátt í Menningarnótt. Eina atriðið sem ég sá var hluti af tónleikum fyrir utan Laugarveg 77. Ég fór þangað í þeim tilgangi að hlusta á Jeff Who?. Eina lagið sem ég hafði heyrt með þeim, var hið vinsæla Barfly, svo mér fannst kominn tími til að heyra almennilega í þeim. Ég var virkilega hrifin af því sem ég sá og ég get ekki neitað því að ég fylltist stolti að horfa á frænda minn á sviði. Ég er búin að þekkja hann síðan hann fæddist og hafði ekki hugmynd um að hann gæti sungið. Þau eru reyndar alveg ótrúlega listræn systkinin, Kata stjórnar Íslenska dansflokknum, Addi er í Ske og svo Baddi í Jeff Who?. Ég veit ekki, mér finnst það allavega sniðugt.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?