Friday, August 18, 2006

 

Virkir dagar

Mikið væri ég til í að eiga eintak af þessari bók. Það er ekki einungis vegna þess að þetta er ævisaga langa-langafa míns, heldur finnst mér bókin hafa að geyma svo lifandi lýsingar af lífinu í "gamla daga". Bókin er rituð af Guðmundi G. Hagalín og ég hef svipast um eftir henni, í hvert skipti sem ég á leið framhjá fornbókaverslun.

Annars er maður bara orðin semi-frægur. Gatan mín þykir svo merkileg að hún komst á síður Séð og Heyrt. Ætli þetta geti haft áhrif á fasteignaverð?

Comments:
hefurðu beðið bóksalana um að hafa upp á bókinni fyrir þig? Þeir geta oft reddað svonalöguðu.
 
Góð hugmynd. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?