Wednesday, August 30, 2006

 

Ég gerði skyldu mína

Ég vaknaði klukkan fjögur í nótt og settist við tölvuna. Setti inn slatta af atkvæðum á Magna. Þetta var ekki planað og ég stillti ekki vekjaraklukku, heldur vaknaði ég bara einhverra hluta vegna og ákvað þá að ég gæti gert mitt til að styðja Magna.

Annars lærði ég dýra lexíu í nótt. Aldrei að ganga frá lasagna í fínu leirfati, þegar maður er hálf-sofandi. Það fór í gólfið og fína Pampered Chef fatið mitt fór í mola. OG það lenti ofan á flísunum, OG það brotnaði upp úr tveimur flísum. Hmmm ég hafði náttúrulega ekki verið svo gáfuð að kaupa flísar sem voru litaðar í gegn, svo það sáust hvítar skellur á flísunum. Ég verð að reyna að blikka flísarann og athuga hvort hann er til í skipta um þær, þegar hann kemur að klára.

Maður er greinilega alltaf að læra eitthvað, jafnvel um miðjar nætur.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?