Saturday, August 26, 2006

 

Drasl

Ég held að ég sé að smitast af hinni dæmigerðu íslensku framkvæmdagleði. Það er ekki nóg að ég sé að láta flísaleggja forstofu og eldhús, heldur ætla ég að láta smíða feiknastóran pall og siðan að láta parketleggja restina af gólfum íbúðarinnar. Áðan var ég svo úti í geymslu að mæla út fyrir hillum, til að koma þar á röð og reglu. Mér finnst eiginlega ágætt að klára þetta fyrst ég er byrjuð. Nei, ég er nú ekki svona laghent sjálf, heldur kaupi ég alla smíðavinnu og flísalagnir.

Mikið held ég að verði orðið fínt hjá mér á jólunum.

Comments:
þetta verður gekt flott hjá þér :-D
 
Frábært - það er munur að hafa huggó í kringum sig, sérstaklega ef lítið er útsýnið.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?