Monday, November 28, 2005
Ég gefst upp
Mér virðist vera alveg lífsins ómögulegt að koma grislingunum í skólann á réttum tíma. Það kemur stundum fyrir að við erum heilum 2-3 mínútum of sein. Ég er búin að reyna ýmsar aðferðir og fá ótal ráð, en allt virðist bregðast. Þau eru bara drollarar á morgnana og sama hvað ég geri, ætlar það ekki að lagast. Ef ég vek þau fyrr drollla þau bara lengur. Ekki reyna að segja mér hvernig ég á að fara að þessu, trust me, ég er búin að reyna það allt.
Ég held að stundum sé nauðsynlegt að viðurkenna ósigur og vanmátt. Hætta að rembast eins og rjúpa við staurinn og horfast í augu við raunveruleikann. Ég held að ég verði bara að fara að leita mér að nýju starfi.
Ein í mánudags-skapi.
Ég held að stundum sé nauðsynlegt að viðurkenna ósigur og vanmátt. Hætta að rembast eins og rjúpa við staurinn og horfast í augu við raunveruleikann. Ég held að ég verði bara að fara að leita mér að nýju starfi.
Ein í mánudags-skapi.
Friday, November 25, 2005
Thanksgiving
Ég er alveg klár á því hvað ég er þakklát fyrir þetta árið. Það er að eiga svona góða fjölskyldu. Hún er búin að styðja eins og klettur við bakið á mér, í gegnum skilnaðinn og hjálpa mér að koma undir mig fótunum aftur. Ég veit hreinlega ekki hvar ég væri án þeirra. Ég get alltaf treyst á foreldra mína og systkyni þegar eitthvað bjátar á. Án þeirra væri lífið ömurlegt.
Ég veit að það er ekkert sjálfgefið að eiga góða fjölskyldu og þess vegna er ég svo þakklát fyrir mína yndislegu fjölskyldu.
Ég veit að það er ekkert sjálfgefið að eiga góða fjölskyldu og þess vegna er ég svo þakklát fyrir mína yndislegu fjölskyldu.
Wednesday, November 23, 2005
Vor unga stétt
Ég er að lesa alveg hreint frábæra bók þessa dagana. Þetta er heimildarrit, gefið út í tilefni 100 ára afmælis Verslunarskóla Íslands. Þar sem ég er gamall verzlingur, þá hef ég rosalega gaman af því að lesa um sögu þessa merka skóla. Gaman og alvöru er fléttað saman í bókinni og útkoman er hin skemmtilegasta lesning. (Þetta hljómar nú eins og auglýsing ;)
Já og ég er orðin frísk og spræk aftur. Varla tími til að hanga í slappheitum, rúmur mánuður til jóla.
Já og ég er orðin frísk og spræk aftur. Varla tími til að hanga í slappheitum, rúmur mánuður til jóla.
Monday, November 21, 2005
Lasin
Ekki veit ég hvað hefur verið að angra magann minn undanfarið, en ég virðist vera einkar lunkin við að fá magapestir. Veit ekki númer hvað þessi er í röðinni, en ég er að verða ansi þreytt á þeim.
Ein af verstu martröðum einstæðrar móður varð því að veruleika í morgun. Það varð að koma grislingunum í skólann, þó að ælan væri ennþá í hálsinum. Var frekar þreytt og skjálfandi þegar ég keyrði þessa stuttu leið. NB ég verð að keyra börnin í skólann, því við búum utan hverfis. Ég var heldur fegin þegar ég komst heim og skreiddist upp í rúm ... með viðkomu á klósettinu. Ojj vona að þetta fari að lagast.
Ein af verstu martröðum einstæðrar móður varð því að veruleika í morgun. Það varð að koma grislingunum í skólann, þó að ælan væri ennþá í hálsinum. Var frekar þreytt og skjálfandi þegar ég keyrði þessa stuttu leið. NB ég verð að keyra börnin í skólann, því við búum utan hverfis. Ég var heldur fegin þegar ég komst heim og skreiddist upp í rúm ... með viðkomu á klósettinu. Ojj vona að þetta fari að lagast.
Monday, November 14, 2005
Bílasala Veigu, góðan daginn!
Ég auglýsti bílinn minn aftur, með töluvert betri árangri. Síminn stoppaði varla hjá mér í gærdag. Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég setti ekkert ákveðið verð, setti bara "selst ódýrt". Ég ákvað líka að lækka verðið niður í 130 þús. Gangverð á þessum bílum er 240 þús. svo þetta er eiginlega alveg gefins.
Svo verð ég að fara að æfa mig að keyra þennan sjálfskipta. Ég hef aldrei keyrt þannig bíl og er með smá hnút í maganum.
Svo verð ég að fara að æfa mig að keyra þennan sjálfskipta. Ég hef aldrei keyrt þannig bíl og er með smá hnút í maganum.
Friday, November 11, 2005
Stress
Ég er soldið stressuð í dag. Ástæðan er sú að ég er að fara á fund niðrá fasteignasölu, vegna afsals. Það á sem sagt að fara yfir þá þætti sem eru ófrágengnir í íbúðinni minni. Ég er ennþá tvístígandi, hvort ég á að fá fagaðila til að fara yfir íbúðina og meta hvað er eftir, eða hvort ég á að treysta kallinum sem byggði blokkina.
Það er líka svo freistandi að plata einstæða móður og segja henni að allt sé frágengið og fínt. Hvað veit hún.
Það er líka svo freistandi að plata einstæða móður og segja henni að allt sé frágengið og fínt. Hvað veit hún.
Wednesday, November 09, 2005
Of seint í kladdann
Ég fór í foreldraviðtöl í gær. Bæði börnin fengu góða umsögn, dóttirinn brilleraði í prófunum eins og venjulega og syninum gekk bara framar vonum í sínu fyrstu prófum. Það er bara eitt sem við þurfum að bæta. Sonurinn er í leikfimi í fyrsta tíma á mánudögum og miðvikudögum. Hann er soddan drollari að hann nær alltaf að mæta of seint í þessa tíma. 18 sinnum of seint er nú soldið tú möts fyrir minn smekk. Við þurfum að bæta úr þessu hið snarasta.
Annars fór 1.250 kr. í súginn hjá mér. Engin viðbrögð við hinni ágætu auglýsingu sem ég setti í Fréttablaðið. Ég er ennþá með sæta fjólubláa bílinn minn, óseldan, úti á plani. Skil bara ekkert í því að það vilji enginn kaupa svona góðan bíl og á svona sanngjörnu verði. Gangverð á þessum bílum er 240 þús. en ég er að biðja um 150 þús. fyrir gripinn. Kannski finnst fólki verðið grunsamlega lágt.
Annars fór 1.250 kr. í súginn hjá mér. Engin viðbrögð við hinni ágætu auglýsingu sem ég setti í Fréttablaðið. Ég er ennþá með sæta fjólubláa bílinn minn, óseldan, úti á plani. Skil bara ekkert í því að það vilji enginn kaupa svona góðan bíl og á svona sanngjörnu verði. Gangverð á þessum bílum er 240 þús. en ég er að biðja um 150 þús. fyrir gripinn. Kannski finnst fólki verðið grunsamlega lágt.
Tuesday, November 08, 2005
Ekki minn dagur
Sumir dagar virðast bara verða hálf öfugsnúnir. Þessi dagur virðist ætla að verða einn af þeim.
Byrjaði á því að vakna of seint. Það tók mig 15 mínútur að skafa ísinn af bílnum mínum, þannig að barnið varð of seint í skólann. Þegar ég leit í spegilinn á leiðinni upp í lyftunni, fékk ég sjokk. Það var eins og ég hefði málað mig í svefni, augnskugginn út um allt. Svona gæti ég haldið áfram og áfram og áfram.
Ég held ég fái mér annan bolla af kaffi.
Byrjaði á því að vakna of seint. Það tók mig 15 mínútur að skafa ísinn af bílnum mínum, þannig að barnið varð of seint í skólann. Þegar ég leit í spegilinn á leiðinni upp í lyftunni, fékk ég sjokk. Það var eins og ég hefði málað mig í svefni, augnskugginn út um allt. Svona gæti ég haldið áfram og áfram og áfram.
Ég held ég fái mér annan bolla af kaffi.
Sunday, November 06, 2005
Sunnudagur til sigurs
Ég þvoði bílinn minn í dag. Ég fór eftir leiðbeiningum Maju og fór á svona þvoðu-sjálfur-háþrýsti-þvottastöð. Mér fannst svo gaman að ég hefði getað dundað mér þarna í allan dag. EN ég er nú ekki fær bílaþvottakona. Þegar heim var komið, mátti sjá skellur hér og þar sem voru snarlega fjarlægðar með heitu vatni.
Núna er bíllinn minn sem sagt töluvert söluvænni. Ég ætla að selja þennan fína bíl, þar sem mér bauðst nýrri bíll. Svona til að notfæra sér ókeypis auglýsingu á blogginu auglýsist hér með til sölu Huyndai Accent árgerð 1996. Honum hefur alltaf verið vel við haldið og er með nýja tímareim, nýlega kúplingu og nýrenndar bremsur. Hann er keyrður 105 þús.km og það fylgja honum nýleg sumardekk á felgum. Hann er á nagladekkjum, nýskoðaður og fínn. Og það besta er, HANN KOSTAR BARA 150 ÞÚSUND kr.
Ekkert plat, ég verð bara að losna við hann, svo ég þurfi ekki að borga tryggingar af tveimur bílum.
Núna er bíllinn minn sem sagt töluvert söluvænni. Ég ætla að selja þennan fína bíl, þar sem mér bauðst nýrri bíll. Svona til að notfæra sér ókeypis auglýsingu á blogginu auglýsist hér með til sölu Huyndai Accent árgerð 1996. Honum hefur alltaf verið vel við haldið og er með nýja tímareim, nýlega kúplingu og nýrenndar bremsur. Hann er keyrður 105 þús.km og það fylgja honum nýleg sumardekk á felgum. Hann er á nagladekkjum, nýskoðaður og fínn. Og það besta er, HANN KOSTAR BARA 150 ÞÚSUND kr.
Ekkert plat, ég verð bara að losna við hann, svo ég þurfi ekki að borga tryggingar af tveimur bílum.
Thursday, November 03, 2005
Slöpp sturta
Eitt af því besta sem ég geri (sem er ekki bannað, dýrt eða fitandi) er að fara í kraftmikla heita sturtu. Það er svo ótrúlega þægilegt að láta heitt vatnið lemja á öxlum og höfði og slaka vel á.
En núna er sælan búin. Einhverra hluta vegna er krafturinn á heita vatninu orðinn svo lítill að ég verð bara hreinlega sormædd þegar ég hugsa um að fara í sturtu. Ég skil ekki hvernig stendur á þessu. Ég veit að Orkuveitan var að vinna í nágrenninu. Getur verið að þeir hafi stolið frá mér heita vatninu?
En núna er sælan búin. Einhverra hluta vegna er krafturinn á heita vatninu orðinn svo lítill að ég verð bara hreinlega sormædd þegar ég hugsa um að fara í sturtu. Ég skil ekki hvernig stendur á þessu. Ég veit að Orkuveitan var að vinna í nágrenninu. Getur verið að þeir hafi stolið frá mér heita vatninu?
Tuesday, November 01, 2005
Sjokkerandi
Ég er mjög ósammála slagorði þeirra Hagkaupsmanna. Mér finnst að nýja slagorðið þeirra ætti að vera "Hagkaup-þar sem Íslendingum finnst sjokkerandi að versla". Ég fæ amk. alltaf nett sjokk þegar ég þarf að borga við kassann. Ferðum mínum í þessa ágætu verslun hefur því fækkað til muna. Það getur vel verið að sumum finnist skemmtilegast að versla í Hagkaup, en ég hef bara ekki efni á þeirri skemmtun.