Monday, November 21, 2005

 

Lasin

Ekki veit ég hvað hefur verið að angra magann minn undanfarið, en ég virðist vera einkar lunkin við að fá magapestir. Veit ekki númer hvað þessi er í röðinni, en ég er að verða ansi þreytt á þeim.

Ein af verstu martröðum einstæðrar móður varð því að veruleika í morgun. Það varð að koma grislingunum í skólann, þó að ælan væri ennþá í hálsinum. Var frekar þreytt og skjálfandi þegar ég keyrði þessa stuttu leið. NB ég verð að keyra börnin í skólann, því við búum utan hverfis. Ég var heldur fegin þegar ég komst heim og skreiddist upp í rúm ... með viðkomu á klósettinu. Ojj vona að þetta fari að lagast.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?