Sunday, November 06, 2005
Sunnudagur til sigurs
Ég þvoði bílinn minn í dag. Ég fór eftir leiðbeiningum Maju og fór á svona þvoðu-sjálfur-háþrýsti-þvottastöð. Mér fannst svo gaman að ég hefði getað dundað mér þarna í allan dag. EN ég er nú ekki fær bílaþvottakona. Þegar heim var komið, mátti sjá skellur hér og þar sem voru snarlega fjarlægðar með heitu vatni.
Núna er bíllinn minn sem sagt töluvert söluvænni. Ég ætla að selja þennan fína bíl, þar sem mér bauðst nýrri bíll. Svona til að notfæra sér ókeypis auglýsingu á blogginu auglýsist hér með til sölu Huyndai Accent árgerð 1996. Honum hefur alltaf verið vel við haldið og er með nýja tímareim, nýlega kúplingu og nýrenndar bremsur. Hann er keyrður 105 þús.km og það fylgja honum nýleg sumardekk á felgum. Hann er á nagladekkjum, nýskoðaður og fínn. Og það besta er, HANN KOSTAR BARA 150 ÞÚSUND kr.
Ekkert plat, ég verð bara að losna við hann, svo ég þurfi ekki að borga tryggingar af tveimur bílum.
Núna er bíllinn minn sem sagt töluvert söluvænni. Ég ætla að selja þennan fína bíl, þar sem mér bauðst nýrri bíll. Svona til að notfæra sér ókeypis auglýsingu á blogginu auglýsist hér með til sölu Huyndai Accent árgerð 1996. Honum hefur alltaf verið vel við haldið og er með nýja tímareim, nýlega kúplingu og nýrenndar bremsur. Hann er keyrður 105 þús.km og það fylgja honum nýleg sumardekk á felgum. Hann er á nagladekkjum, nýskoðaður og fínn. Og það besta er, HANN KOSTAR BARA 150 ÞÚSUND kr.
Ekkert plat, ég verð bara að losna við hann, svo ég þurfi ekki að borga tryggingar af tveimur bílum.