Tuesday, November 01, 2005

 

Sjokkerandi

Ég er mjög ósammála slagorði þeirra Hagkaupsmanna. Mér finnst að nýja slagorðið þeirra ætti að vera "Hagkaup-þar sem Íslendingum finnst sjokkerandi að versla". Ég fæ amk. alltaf nett sjokk þegar ég þarf að borga við kassann. Ferðum mínum í þessa ágætu verslun hefur því fækkað til muna. Það getur vel verið að sumum finnist skemmtilegast að versla í Hagkaup, en ég hef bara ekki efni á þeirri skemmtun.

Comments:
Það hefur aldrei verið gaman að versla í Hagkaup.
 
Hagkaup- þar sem Íslendingar neyðast til að versla


hagkaup, bónus, 10-11... sama ljóta pakkið
 
Mér finnst persónulega skemmtilegast að versla í Nóatúni. Hæfilega stórar búðir, fínt vöruúrval og ódýrara en í 10-11. En auðvitað er ódýrast í bónus. Bara ekki skemmtilegt. :(
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?