Tuesday, August 30, 2005

 

Viltu gefa mér 5 milljónir?

Ég veit að ég er orðin létt-geggjuð, en ég sá draumaíbúðina á Mbl.is. Mig vantar bara ca. 5 milljónir á milli. Ég er búin að búa tæpa 5 mánuði í nýju íbúðinni minni og er ennþá hálf rótlaus. Börnin eru heldur ekki að festa rætur og okkur langar öllum að flytja aftur í gamla hverfið.

Getur verið að ég sé í einhverri "miðaldrarkreppu"? Ég virðist ekki vera sátt við neitt þessa stundina.

Tuesday, August 23, 2005

 

Mikið væri nú ánægjulegt

ef allir morgnar í vetur yrðu eins og þessi í morgunn. Sonurinn spratt á fætur klukkan sjö og var tilbúinn, klæddur og tannburstaður með skólatösku í hendi, klukkan tuttugu mínútur í átta. Hann rak miskunnarlaust á eftir systur sinni, sem var frekar þreytt. Vildi vera mættur í skólann klukkan átta, NB það er hringt inn kl. 8:10.

Algjör draumamorgunn.

Friday, August 19, 2005

 

Heppin!

Ég var svo heppin að ná eintaki af nýju Harry Potter bókinni á bókasafninu. Nú situr maður sveittur við og les næstu dagana.

Þarna sparaði ég smá pening. Það er alltaf ánægjulegt!

Thursday, August 11, 2005

 

Hún á ammælídag

Litla dúllan mín hún Milla er orðin táningur. Orðin þrettán ára í dag daman. Alveg hreint ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Mér finnst ekkert svo mjög langt síðan hún var þriggja ára pæja sem ætlaði að flytja í Kardimommubæinn.

Wednesday, August 10, 2005

 

Urð og grjót, upp í mót

Undanfarið hef ég haft einhverja óstjórnlega löngun til að labba á fjall. Þar sem ég myndi seint teljast í toppformi, er ég að spá í að byrja á litlu fjalli sem kallast yfirleitt fell. Mosfell, Hafrafell, Helgafell o.s.frv. Stefnan er síðan tekin á Esjuna, þegar maður er komin með smá gönguþol. Það er eiginlega búið að skora á mig að ganga á toppinn.

Hvar ætti ég að byrja?

Tuesday, August 09, 2005

 

Vinnuleiði

Ég er haldin einhverjum ótrúlegum vinnuleiða þessa dagana. Ég er meira að segja farin að ganga svo langt að forvitnast um hvað er í boði á atvinnumarkaðnum. EN ég veit bara ekkert hvað ég vildi vera að gera. Þangað til ég veit það, er jú ósköp lítill tilgangur í að skoða atvinnuauglýsingar. Eitthvað nógu spennandi og auðvitað gott kaup.

Hvað þykja annars mannsæmandi laun í dag. Eru 200 þús kr. bara orðin lágmarkslaun á atvinnumarkaðnum?

Friday, August 05, 2005

 

Stríð!

Þar sem ég er svo meðvirk manneskja, er ég komin í stríð gegn högnanum í blokkinni. Kisa mín er soldið lítil í sér og ég sá fram á að þetta yrði tapað stríð nema ég kæmi henni til hjálpar. Högninn var farinn að merkja sér allt nánasta umhverfi Trítlu og það gekk náttúrulega ekki. Hún var farin að vera stressuð greyið og þefaði margsinnis af öllu áður en hún þorði inn.

Nú sitjum við fyrir honum, hún hvæsir og ég er vopnuð vígalegri vatnsbyssu. Við erum sko góðar saman. Ég vona bara að nágranarnir kæri mig ekki.

Thursday, August 04, 2005

 

Að rífast og tuða

Það er eitt af því sem ég þoli ekki að standa í. Ég er bara ekki meiri bógur en það að það er stundum of erfitt fyrir mig að standa fyrir framan fólk og standa fyrir máli mínu. Vil frekar fara friðsamari (og huglausari) leiðina.

Þannig er mál með vexti að eitthvað af börnunum í blokkinni ákváðu að bíllinn minn þyrfti þvott, með sandi. Þetta skildi eftir sig rispur á húddinu. Nú er bíllinn minn engin eðalkerra, en það er samt svekkjandi að horfa á þetta. Nema hvað. Ég veit ekki hvaða börn þetta voru, þannig að ég get ekki hugsað mér að fara að banka upp á hjá nágrönnunum og kvarta. Hvað á ég að segja. "Það getur verið að barnið þitt hafi skemmt lakkið á bílnum mínum". Ég sé rifrildið fyrir nú þegar.

Eftir vinnu í dag verð ég svo að fara og tuða yfir keramikhelluborðinu. Það virðist vera eitthvað gallað, brotnar svo mikið upp úr því. Strax komin með hnút í magann.

Get ég ekki ráðið manneskju til að standa í svona fyrir mig. Svona svipaða týpu og handrukkara, sem engin þorir að mótmæla.

Tuesday, August 02, 2005

 

Klíkuskapur í Kópavogi

Ekki get ég nú sagt að ég sé sátt við úthlutunarreglur á lóðum í Þingahverfinu. Alger klíkuskapur í gangi og mér finnst þessar reglur (ef reglur skyldi kalla) bara einfaldlega gamaldags. Maður þarf að þekkja mann til að eiga möguleika á að fá lóð og svo úthlutar nefndin grimmt á vini og vandamenn. Gunnar Birgisson reynir að snúa út úr og segja að einhvers staðar þurfi fræga fólkið að búa.

Ég veit bara hreinlega ekki hvort mér finnist gott að búa í Kópavogi. Ég er allavega ekki sátt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?