Thursday, August 04, 2005

 

Að rífast og tuða

Það er eitt af því sem ég þoli ekki að standa í. Ég er bara ekki meiri bógur en það að það er stundum of erfitt fyrir mig að standa fyrir framan fólk og standa fyrir máli mínu. Vil frekar fara friðsamari (og huglausari) leiðina.

Þannig er mál með vexti að eitthvað af börnunum í blokkinni ákváðu að bíllinn minn þyrfti þvott, með sandi. Þetta skildi eftir sig rispur á húddinu. Nú er bíllinn minn engin eðalkerra, en það er samt svekkjandi að horfa á þetta. Nema hvað. Ég veit ekki hvaða börn þetta voru, þannig að ég get ekki hugsað mér að fara að banka upp á hjá nágrönnunum og kvarta. Hvað á ég að segja. "Það getur verið að barnið þitt hafi skemmt lakkið á bílnum mínum". Ég sé rifrildið fyrir nú þegar.

Eftir vinnu í dag verð ég svo að fara og tuða yfir keramikhelluborðinu. Það virðist vera eitthvað gallað, brotnar svo mikið upp úr því. Strax komin með hnút í magann.

Get ég ekki ráðið manneskju til að standa í svona fyrir mig. Svona svipaða týpu og handrukkara, sem engin þorir að mótmæla.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?