Tuesday, August 23, 2005
Mikið væri nú ánægjulegt
ef allir morgnar í vetur yrðu eins og þessi í morgunn. Sonurinn spratt á fætur klukkan sjö og var tilbúinn, klæddur og tannburstaður með skólatösku í hendi, klukkan tuttugu mínútur í átta. Hann rak miskunnarlaust á eftir systur sinni, sem var frekar þreytt. Vildi vera mættur í skólann klukkan átta, NB það er hringt inn kl. 8:10.
Algjör draumamorgunn.
Algjör draumamorgunn.