Tuesday, August 02, 2005
Klíkuskapur í Kópavogi
Ekki get ég nú sagt að ég sé sátt við úthlutunarreglur á lóðum í Þingahverfinu. Alger klíkuskapur í gangi og mér finnst þessar reglur (ef reglur skyldi kalla) bara einfaldlega gamaldags. Maður þarf að þekkja mann til að eiga möguleika á að fá lóð og svo úthlutar nefndin grimmt á vini og vandamenn. Gunnar Birgisson reynir að snúa út úr og segja að einhvers staðar þurfi fræga fólkið að búa.
Ég veit bara hreinlega ekki hvort mér finnist gott að búa í Kópavogi. Ég er allavega ekki sátt.
Ég veit bara hreinlega ekki hvort mér finnist gott að búa í Kópavogi. Ég er allavega ekki sátt.