Monday, November 29, 2004
Ákvörðun tekin
Eftir djúpnæringu helgarinnar, þar sem ég hugleiddi íbúðarmál í rólegheitunum, hef ég loksins komist að niðurstöðu. Ég ætla að flytja mig um set. Ég ætla að fara úr Lindahverfinu og flytja í sveitarsæluna við Vatnsenda. Ég á þar rætur að rekja og verð örugglega mjög sátt. Dóttirinn og kisa eru mjög sáttar. Ég efast ekki um að sonur minn verði sáttur um leið og hann hefur kynnst nýjum strákum (sem tekur ekki langan tíma ef ég þekki hann rétt).
Ég fer semsagt á eftir niðrá fasteignasölu og geri tilboð í íbúðina, sem verður að öllum líkindum samþykkt um leið. Flutningar verða síðan í mars 2005.
Ég fer semsagt á eftir niðrá fasteignasölu og geri tilboð í íbúðina, sem verður að öllum líkindum samþykkt um leið. Flutningar verða síðan í mars 2005.
Thursday, November 25, 2004
Tannálfurinn
Í nótt kom tannálfurinn í heimsókn. Sonurinn missti nefnilega þriðju tönnina í gær og plantaði henni stoltur á náttborðið. Tannálfurinn gaf honum 100 kr., en leyfði honum að halda tönninni. Hann á víst orðið nóg af tönnum í bili.
Það er reyndar frábært hvað sonur minn hefur lítið peningavit. Hann heldur að hann geti keypt öll heimsins auðævi fyrir 100 kr. Strax í morgun var hann farinn að skipuleggja ferð í dótabúðina. Hann ætlaði að kaupa Action karl eða vonda kallinn í Spiderman 2. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að hann þyrfti heldur fleiri 100 kr. til að kaupa dót, en hann lét sér ekki segjast. Enda var hann búinn að finna lausn á málinu. Hann þyrfti bara að missa fleiri tennur!!!
Það er reyndar frábært hvað sonur minn hefur lítið peningavit. Hann heldur að hann geti keypt öll heimsins auðævi fyrir 100 kr. Strax í morgun var hann farinn að skipuleggja ferð í dótabúðina. Hann ætlaði að kaupa Action karl eða vonda kallinn í Spiderman 2. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að hann þyrfti heldur fleiri 100 kr. til að kaupa dót, en hann lét sér ekki segjast. Enda var hann búinn að finna lausn á málinu. Hann þyrfti bara að missa fleiri tennur!!!
Tuesday, November 23, 2004
Jólagjafir
Eins og sannri húsmóður sæmir, er ég farin að spá í jólagjafir. Ég ætla að reyna mitt besta til að vera sparsöm í ár, en ég á það stundum til að fara svolítið fram úr sjálfri mér. Í morgun sá ég eitt sem verður sett á minn óskalista. Það er safndiskur með bestu atriðum úr Flying Circus þeirra Monty Python manna. Ég hef alltaf haft gaman af þeim og þeir hafa oft bjargað mér á svörtum dögum. Ég held líka að það væri ágætt að fá eitthvað fleira en heimilisáhöld þetta árið.
Fyrir þá sem fylgjast með fasteignamálunum, þá var tilboði mínu ekki tekið og ég er eiginlega aftur á byrjunarreit. EN langt frá því að gefast upp.
Fyrir þá sem fylgjast með fasteignamálunum, þá var tilboði mínu ekki tekið og ég er eiginlega aftur á byrjunarreit. EN langt frá því að gefast upp.
Monday, November 22, 2004
Maginn í hnút
í morgun gekk ég frá fyrsta kauptilboðinu mínu, sem einstök móðir. Ég var örlítið stressuð og passaði mig að fara vel yfir alla hluti. Tilboðið gildir til kl. 18 í dag, svo núna verður spennan að drepa mig frameftir degi.
Ég veit ekki hvernig ég bregst við ef ég fæ gagntilboð, þar sem ég tel mig vera að borga toppverð með þessu tilboði. Þá kemur nýja Vatnsendahverfið sterkt inn, þó að mér finnist ég vera komin upp í sveit. Ég sé líka fram á að þurfa að ræsa börnin kl. 6:30 á morgnana, ef ég á að koma þeim í skólann á réttum tíma. Sem sagt ekkert óyfirstíganlegt.
En við sjáum til hvað gerist.
Ég veit ekki hvernig ég bregst við ef ég fæ gagntilboð, þar sem ég tel mig vera að borga toppverð með þessu tilboði. Þá kemur nýja Vatnsendahverfið sterkt inn, þó að mér finnist ég vera komin upp í sveit. Ég sé líka fram á að þurfa að ræsa börnin kl. 6:30 á morgnana, ef ég á að koma þeim í skólann á réttum tíma. Sem sagt ekkert óyfirstíganlegt.
En við sjáum til hvað gerist.
Thursday, November 18, 2004
Spennufall
Jæja, eftir ergelsi þriðjudagsins, þar sem ég pirraðist út í allt og alla, fékk líkaminn nóg og fór í verkfall. Ég vaknaði sárþjáð í gærmorgun, maginn í hnút og ógleðin á háu stigi.
Eftir allt það havarí sem hefur gengið á í mínu lífi undanfarið, er það kannski engin furða. Ég vil biðja þá sem ég var vond við, afsökunar og vona að þetta komi aldrei fyrir aftur. Ég lofa samt engu og til sönnunar ætla ég ekki að taka út hreinskilið og harðort blogg þriðjudagsins.
Eftir allt það havarí sem hefur gengið á í mínu lífi undanfarið, er það kannski engin furða. Ég vil biðja þá sem ég var vond við, afsökunar og vona að þetta komi aldrei fyrir aftur. Ég lofa samt engu og til sönnunar ætla ég ekki að taka út hreinskilið og harðort blogg þriðjudagsins.
Tuesday, November 16, 2004
Reið
Mér er alveg sama hvað aðrir foreldrar segja, ég er reið út í kennara. Ég skil ekki hvers konar fordæmi þeir voru að reyna að sýna með því að mæta ekki til vinnu í gær. Þetta minnti mig helst á þrjóskt barn, sem ekki fær sínu framgengt. Getur líka einhver sagt mér hvað þeir hafa eiginlega haft upp úr þessu 8 vikna verkfalli?
Ég held að kennaraverkfallið sé báðum aðilum að kenna, þe. sveitarfélögum og kennurum, en bitnar á börnunum. Ég get alveg skilið að fólk vilji berjast fyrir hærri launum, en ég held að það eigi að gera það með öðrum hætti. Þetta hefur ekkert upp á sig nema reiði fólks, sem bitnar að sjálfsögðu á kennurum. Fólk hefur bara ekki lengur neina samúð með þeim. Ég tel persónulega að þeir séu alveg búnir að klúðra sínum málum og það í annað sinn. Ætla þeir aldrei að læra!!
Ég held að kennaraverkfallið sé báðum aðilum að kenna, þe. sveitarfélögum og kennurum, en bitnar á börnunum. Ég get alveg skilið að fólk vilji berjast fyrir hærri launum, en ég held að það eigi að gera það með öðrum hætti. Þetta hefur ekkert upp á sig nema reiði fólks, sem bitnar að sjálfsögðu á kennurum. Fólk hefur bara ekki lengur neina samúð með þeim. Ég tel persónulega að þeir séu alveg búnir að klúðra sínum málum og það í annað sinn. Ætla þeir aldrei að læra!!
Sunday, November 14, 2004
Fimleikar
Mikið ofboðslega hef ég nú alltaf gaman af því að horfa á fimleika. Ég eyddi meiripartinum af gærdeginum á haustmóti FSÍ í hópfimleikum. Það er gaman að sjá hvað stelpurnar eru fimar og flottar og vel undirbúnar fyrir veturinn.
Þar sem ég á dóttir í Gerplu, held ég að sjálfsögðu með "mínu" félagi. Dóttirinn stóð sig frábærlega vel, hefur tekið miklum framförum. Það var gaman að horfa á hvað þær voru glaðar og samheldnar. Alger skandall að þær skyldu ekki komast á pall, eins og þær stóðu sig vel. O jæja, það gengur bara betur næst.
Því miður sé ég fram á það að ég þarf jafnvel að fara upp í Gerplu og rífast í yfirþjálfaranum. Það stendur til að færa stelpurnar "mínar" upp um flokk og þær telja sjálfar að þær séu engan veginn tilbúnar til þess. Það væri miklu gáfulegra að leyfa þeim að blómstra í yngri flokk í vetur. Þá væru þær með miklu betra sjálfstraust til að takast á við miðhópinn á næsta vetri. Svo er ég ekki alveg nógu hress með þjálfarann. Þær fengu 4 í mínus fyrir að gera æfingu sem var ekki leyfileg á þessu móti. Þjálfarinn vissi ekki af því. Hún sleppur nú samt við yfirlesningu, af því að hún er svo góð við þær og nær svo vel til þeirra. Það finnst mér skipta miklu meira máli en einhver verðlaun.
Þar sem ég á dóttir í Gerplu, held ég að sjálfsögðu með "mínu" félagi. Dóttirinn stóð sig frábærlega vel, hefur tekið miklum framförum. Það var gaman að horfa á hvað þær voru glaðar og samheldnar. Alger skandall að þær skyldu ekki komast á pall, eins og þær stóðu sig vel. O jæja, það gengur bara betur næst.
Því miður sé ég fram á það að ég þarf jafnvel að fara upp í Gerplu og rífast í yfirþjálfaranum. Það stendur til að færa stelpurnar "mínar" upp um flokk og þær telja sjálfar að þær séu engan veginn tilbúnar til þess. Það væri miklu gáfulegra að leyfa þeim að blómstra í yngri flokk í vetur. Þá væru þær með miklu betra sjálfstraust til að takast á við miðhópinn á næsta vetri. Svo er ég ekki alveg nógu hress með þjálfarann. Þær fengu 4 í mínus fyrir að gera æfingu sem var ekki leyfileg á þessu móti. Þjálfarinn vissi ekki af því. Hún sleppur nú samt við yfirlesningu, af því að hún er svo góð við þær og nær svo vel til þeirra. Það finnst mér skipta miklu meira máli en einhver verðlaun.
Thursday, November 11, 2004
Ég vona að ég hafi séð það versta
Í gærkvöldi fór ég að skoða mína fyrstu íbúð. Með í för voru systir mín og dóttir. Um leið og ég steig fæti mínum inn fyrir þröskuldinn, kom yfir mig sjokk sem ég losnaði ekki við fyrr en ég var komin heim aftur.
Við okkur blasti óhrein íbúð, þar sem allt var í drasli. Fyrst sýndi húsfrúin okkur tvö lítil herbergi í mikilli óreiðu. Síðan leiddi hún okkur eftir mjóum gangi að öðrum tveimur herberginum í sömu stærð. Á gólfinu í öðru herberginu var allt í óreiðu og nærföt lágu á gólfinu. Stofan var á stærð við herbergi ca. 13 ferm. og eldhúsið svo lítið að það hefði ekki verið hægt að elda 1944 rétti þar inni. Á öllum gólfum var svo sami dúkurinn. Gulleitur og þreyttur.
Ég var svo agndofa að ég kom ekki upp orði. Sem betur fer sá systir mín um að spyrja allra gáfulegra spurningu. Þegar við komum út í bílinn aftur, fengum við algert kast. Ef ég þarf að kaupa svona íbúð, þá legst ég í þunglyndi og græt á hverjum degi. Ég held að ég verði að taka áhættuna og dýfa mér í djúpu laugina. Taka hærra lán og hafa efni á íbúð sem kostar um 20 milj. kr.
Nóg í bili.
Við okkur blasti óhrein íbúð, þar sem allt var í drasli. Fyrst sýndi húsfrúin okkur tvö lítil herbergi í mikilli óreiðu. Síðan leiddi hún okkur eftir mjóum gangi að öðrum tveimur herberginum í sömu stærð. Á gólfinu í öðru herberginu var allt í óreiðu og nærföt lágu á gólfinu. Stofan var á stærð við herbergi ca. 13 ferm. og eldhúsið svo lítið að það hefði ekki verið hægt að elda 1944 rétti þar inni. Á öllum gólfum var svo sami dúkurinn. Gulleitur og þreyttur.
Ég var svo agndofa að ég kom ekki upp orði. Sem betur fer sá systir mín um að spyrja allra gáfulegra spurningu. Þegar við komum út í bílinn aftur, fengum við algert kast. Ef ég þarf að kaupa svona íbúð, þá legst ég í þunglyndi og græt á hverjum degi. Ég held að ég verði að taka áhættuna og dýfa mér í djúpu laugina. Taka hærra lán og hafa efni á íbúð sem kostar um 20 milj. kr.
Nóg í bili.
Tuesday, November 09, 2004
Þessu stal ég frá Farfuglinum (sem ég kalla Svölu)
Ég held að ég sé orðin antík. Ég man eftir þessu ÖLLU:
Manstu:
- Eftir hamborgunum með spæleggi? Fengust í vegasjoppum
- Þegar fiskur í Orly var eini fiskrétturinn á matseðli veitingahúsanna?
- Þegar einu veitingahúsin í bænum voru Askur og Halti Haninn?
- Eftir óhrærðu skyri í plasti sem hægt var að kaupa úti í mjólkurbúð?
- Mjólkurbúðir og fiskbúðir, en ekki bara stórmarkaði og 10-11?
- Svo þröngar gallabuxur að það þurfti hjálp til að renna upp?
- Þegar fólk fór í gaggó en hékk ekki í grunnskólanum áfram?
- Sinalco, góður og gulur drykkur?
- Eftir klossum? Ekki besta skótauið í snjó. :)
- Álafoss úlpur? Eða arftaka þeirra, Millet úlpur?
- Þegar (næstum) eini rúllustigi landsins var í Domus á Laugavegi?
- Lög unga fólksins? Eina dægurlagaþáttinn á RÚV.
- Þegar Ragnhildur Gísladóttir var skolhærð og söng skallapopp?
- Ungfrú Hollywood og Ungfrú Útsýn keppnirnar?
- Eftir Tommaborgurum? Þar var mörgu síðdeginu eytt
- Þegar Rikshaw var upp á sitt besta?
- Stráka með eyeliner?
- Grifflur? Meira að segja Einar Örn gekk með grifflur.
- Legghlífar utan yfir buxur? (hmmm... þetta komst nú aftur í tísku)
- Þegar leðjuglímuæðið rann á þjóðina einn veturinn?
- Fmmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð og fleiri "frábærar" bækur?
- Þegar Ríkið var þannig að þú beiðst við afgreiðsluborð og afgreiðslumaðurinn varð að ná í flöskurnar fyrir þig?
Manstu:
- Eftir hamborgunum með spæleggi? Fengust í vegasjoppum
- Þegar fiskur í Orly var eini fiskrétturinn á matseðli veitingahúsanna?
- Þegar einu veitingahúsin í bænum voru Askur og Halti Haninn?
- Eftir óhrærðu skyri í plasti sem hægt var að kaupa úti í mjólkurbúð?
- Mjólkurbúðir og fiskbúðir, en ekki bara stórmarkaði og 10-11?
- Svo þröngar gallabuxur að það þurfti hjálp til að renna upp?
- Þegar fólk fór í gaggó en hékk ekki í grunnskólanum áfram?
- Sinalco, góður og gulur drykkur?
- Eftir klossum? Ekki besta skótauið í snjó. :)
- Álafoss úlpur? Eða arftaka þeirra, Millet úlpur?
- Þegar (næstum) eini rúllustigi landsins var í Domus á Laugavegi?
- Lög unga fólksins? Eina dægurlagaþáttinn á RÚV.
- Þegar Ragnhildur Gísladóttir var skolhærð og söng skallapopp?
- Ungfrú Hollywood og Ungfrú Útsýn keppnirnar?
- Eftir Tommaborgurum? Þar var mörgu síðdeginu eytt
- Þegar Rikshaw var upp á sitt besta?
- Stráka með eyeliner?
- Grifflur? Meira að segja Einar Örn gekk með grifflur.
- Legghlífar utan yfir buxur? (hmmm... þetta komst nú aftur í tísku)
- Þegar leðjuglímuæðið rann á þjóðina einn veturinn?
- Fmmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð og fleiri "frábærar" bækur?
- Þegar Ríkið var þannig að þú beiðst við afgreiðsluborð og afgreiðslumaðurinn varð að ná í flöskurnar fyrir þig?
Saturday, November 06, 2004
Spennufall
Mikið ofboðslega er maður búin að hafa lítinn tíma til að blogga undanfarið, enda svosem nóg að gera í mínu lífi.
1. Ganga frá skilnaði
2. Halda uppá barnaafmæli
3. Selja húsið
4. Leita mér að íbúð
5. Ganga frá fjármálum.
Bara svona ef einhver hefði verið að velta því fyrir sér hvað ég hef verið að bardúsa undanfarið.
Ég er nú að komast yfir erfiðasta hjallann í þessum skilnaðarmálum, en á ennþá eftir að finna mér 4.herb. kattarvæna íbúð í 201 eða 203. Ég verð á götunni 2.apríl, ef einhver hefur áhuga og pláss til að hýsa mig.
Nóg í bili.
1. Ganga frá skilnaði
2. Halda uppá barnaafmæli
3. Selja húsið
4. Leita mér að íbúð
5. Ganga frá fjármálum.
Bara svona ef einhver hefði verið að velta því fyrir sér hvað ég hef verið að bardúsa undanfarið.
Ég er nú að komast yfir erfiðasta hjallann í þessum skilnaðarmálum, en á ennþá eftir að finna mér 4.herb. kattarvæna íbúð í 201 eða 203. Ég verð á götunni 2.apríl, ef einhver hefur áhuga og pláss til að hýsa mig.
Nóg í bili.