Thursday, November 11, 2004

 

Ég vona að ég hafi séð það versta

Í gærkvöldi fór ég að skoða mína fyrstu íbúð. Með í för voru systir mín og dóttir. Um leið og ég steig fæti mínum inn fyrir þröskuldinn, kom yfir mig sjokk sem ég losnaði ekki við fyrr en ég var komin heim aftur.

Við okkur blasti óhrein íbúð, þar sem allt var í drasli. Fyrst sýndi húsfrúin okkur tvö lítil herbergi í mikilli óreiðu. Síðan leiddi hún okkur eftir mjóum gangi að öðrum tveimur herberginum í sömu stærð. Á gólfinu í öðru herberginu var allt í óreiðu og nærföt lágu á gólfinu. Stofan var á stærð við herbergi ca. 13 ferm. og eldhúsið svo lítið að það hefði ekki verið hægt að elda 1944 rétti þar inni. Á öllum gólfum var svo sami dúkurinn. Gulleitur og þreyttur.

Ég var svo agndofa að ég kom ekki upp orði. Sem betur fer sá systir mín um að spyrja allra gáfulegra spurningu. Þegar við komum út í bílinn aftur, fengum við algert kast. Ef ég þarf að kaupa svona íbúð, þá legst ég í þunglyndi og græt á hverjum degi. Ég held að ég verði að taka áhættuna og dýfa mér í djúpu laugina. Taka hærra lán og hafa efni á íbúð sem kostar um 20 milj. kr.

Nóg í bili.


Comments:
Það er nú reyndar alveg merkilegt hvað hreingerning og málning getur gert fyrir íbúðir. En mín reynsla er nú samt sú að maður veit það þegar maður gengur inn í íbúðina sína.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?