Sunday, November 14, 2004

 

Fimleikar

Mikið ofboðslega hef ég nú alltaf gaman af því að horfa á fimleika. Ég eyddi meiripartinum af gærdeginum á haustmóti FSÍ í hópfimleikum. Það er gaman að sjá hvað stelpurnar eru fimar og flottar og vel undirbúnar fyrir veturinn.

Þar sem ég á dóttir í Gerplu, held ég að sjálfsögðu með "mínu" félagi. Dóttirinn stóð sig frábærlega vel, hefur tekið miklum framförum. Það var gaman að horfa á hvað þær voru glaðar og samheldnar. Alger skandall að þær skyldu ekki komast á pall, eins og þær stóðu sig vel. O jæja, það gengur bara betur næst.

Því miður sé ég fram á það að ég þarf jafnvel að fara upp í Gerplu og rífast í yfirþjálfaranum. Það stendur til að færa stelpurnar "mínar" upp um flokk og þær telja sjálfar að þær séu engan veginn tilbúnar til þess. Það væri miklu gáfulegra að leyfa þeim að blómstra í yngri flokk í vetur. Þá væru þær með miklu betra sjálfstraust til að takast á við miðhópinn á næsta vetri. Svo er ég ekki alveg nógu hress með þjálfarann. Þær fengu 4 í mínus fyrir að gera æfingu sem var ekki leyfileg á þessu móti. Þjálfarinn vissi ekki af því. Hún sleppur nú samt við yfirlesningu, af því að hún er svo góð við þær og nær svo vel til þeirra. Það finnst mér skipta miklu meira máli en einhver verðlaun.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?