Monday, November 22, 2004

 

Maginn í hnút

í morgun gekk ég frá fyrsta kauptilboðinu mínu, sem einstök móðir. Ég var örlítið stressuð og passaði mig að fara vel yfir alla hluti. Tilboðið gildir til kl. 18 í dag, svo núna verður spennan að drepa mig frameftir degi.

Ég veit ekki hvernig ég bregst við ef ég fæ gagntilboð, þar sem ég tel mig vera að borga toppverð með þessu tilboði. Þá kemur nýja Vatnsendahverfið sterkt inn, þó að mér finnist ég vera komin upp í sveit. Ég sé líka fram á að þurfa að ræsa börnin kl. 6:30 á morgnana, ef ég á að koma þeim í skólann á réttum tíma. Sem sagt ekkert óyfirstíganlegt.

En við sjáum til hvað gerist.

Comments:
toj toj!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?