Tuesday, November 16, 2004

 

Reið

Mér er alveg sama hvað aðrir foreldrar segja, ég er reið út í kennara. Ég skil ekki hvers konar fordæmi þeir voru að reyna að sýna með því að mæta ekki til vinnu í gær. Þetta minnti mig helst á þrjóskt barn, sem ekki fær sínu framgengt. Getur líka einhver sagt mér hvað þeir hafa eiginlega haft upp úr þessu 8 vikna verkfalli?

Ég held að kennaraverkfallið sé báðum aðilum að kenna, þe. sveitarfélögum og kennurum, en bitnar á börnunum. Ég get alveg skilið að fólk vilji berjast fyrir hærri launum, en ég held að það eigi að gera það með öðrum hætti. Þetta hefur ekkert upp á sig nema reiði fólks, sem bitnar að sjálfsögðu á kennurum. Fólk hefur bara ekki lengur neina samúð með þeim. Ég tel persónulega að þeir séu alveg búnir að klúðra sínum málum og það í annað sinn. Ætla þeir aldrei að læra!!


Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?