Saturday, November 06, 2004

 

Spennufall

Mikið ofboðslega er maður búin að hafa lítinn tíma til að blogga undanfarið, enda svosem nóg að gera í mínu lífi.

1. Ganga frá skilnaði
2. Halda uppá barnaafmæli
3. Selja húsið
4. Leita mér að íbúð
5. Ganga frá fjármálum.

Bara svona ef einhver hefði verið að velta því fyrir sér hvað ég hef verið að bardúsa undanfarið.

Ég er nú að komast yfir erfiðasta hjallann í þessum skilnaðarmálum, en á ennþá eftir að finna mér 4.herb. kattarvæna íbúð í 201 eða 203. Ég verð á götunni 2.apríl, ef einhver hefur áhuga og pláss til að hýsa mig.

Nóg í bili.

Comments:
En þessar nýju sérhæðir í Andarhvarfinu? Ég myndi flytja í það hverfi ef ég ætti peninga. Afhent í mars-apríl. Sérinngangur og sérlóð svo enginn getur sagt neitt við kisu. ;) Svo eru líka til 4ra herb. sérhæðir í Blásölunum. Að vísu efri hæðir, en alveg yndislegt hverfi. :) Og kattvænt.
 
Svo er ein alveg fullbúin laus í Fellahvarfi og það er nær vatninu, enn betri staður. Ég skoðaði þessar íb. þegar þær voru í byggingu, flott hús. Loks er ein ódýr í Gullsmáranum ef þú getur doblað íbúana til að samþykkja kisu. :) Það er allt fullt af lausum íbúðum, þú bara gefur Íslandsbanka svita þinn, blóð og tár (er það ekki eitthvað svoleiðis) og flytur inn! ;)

fasteignafuglinn
 
mikið svakalega er mikið að gera hjá þér... je dúdda.
veiga mín, komdu bara niður í 101. þar eru allir með ketti.
 
This comment has been removed by a blog administrator.
 
Það munar ekki um það. Fullt af lausnum fyrir mig og möguleikum til að kanna. Takk fyrir þetta Svala, ég ætla að skoða þetta. Þú ert betri fasteignasali en fasteignasalinn minn.;)
 
heitir farfuglinn svala?
 
Já er það ekki. Annars er ég bara farin að gefa fólki nafn.
 
You can call me bíbí. ;)
 
já, blessuð komdu í 101, mín kisa er alsæl (og við líka) Verst hvað allt er dýrt hér um kring :-(

Jú, bíbí heitir Svala, það er ég nokkuð viss um :-)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?