Thursday, November 18, 2004

 

Spennufall

Jæja, eftir ergelsi þriðjudagsins, þar sem ég pirraðist út í allt og alla, fékk líkaminn nóg og fór í verkfall. Ég vaknaði sárþjáð í gærmorgun, maginn í hnút og ógleðin á háu stigi.

Eftir allt það havarí sem hefur gengið á í mínu lífi undanfarið, er það kannski engin furða. Ég vil biðja þá sem ég var vond við, afsökunar og vona að þetta komi aldrei fyrir aftur. Ég lofa samt engu og til sönnunar ætla ég ekki að taka út hreinskilið og harðort blogg þriðjudagsins.

Comments:
hey, spennufallssystir! verður að passa að hlaða ekki upp pirringi og stressi því þá fær maður hnút.
velkomin í góða skapið aftur mín kæra.
 
Ég held ég megi bara þakka fyrir það að kennarar leggi mig ekki í einelti eftir póst þriðjudagsins. Ég ætla að reyna að hætta að láta þetta verkfall pirra mig og huga að jólaundirbúningi.
 
Ertu komin með íbúð? Það er ein auglýst í Fífulindinni, 4ra herb. og innan við 20 millj. Það stendur sérinngangur í auglýsingunni. Valhöll.

P.S. verum góð við kennara. ;)
 
Aftur slærðu fasteignasalanum mínum við. Ég ætla að skoða þessa á morgun. Takk ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?