Tuesday, February 28, 2006
Ég hlakka svo til
Ég er spennt fyrir sýningunni í kvöld. Búin að kaupa miða og nú bíð ég bara eftir því að klukkan verði sjö.
Annars er mikið að gera þessa dagana og lítill tími til að blogga. Fermingarundirbúningur í hámarki, aðalfundur húsfélagsins nýbúinn (ég er sko gjaldkeri þar) og ég er að byrja að undirbúa soninn fyrir skólaskipti. Hann er að fara í nýjan skóla eftir páska og þar sem hann höndlar illa breytingar, verð ég að byrja að undirbúa jarðveginn strax. Fórum í göngutúr niður að nýja skólanum í góða veðrinu í gær og spjölluðum saman um breytingarnar.
Það styttist allt of hratt í þessa fermingu. Núna eru rúmar 3 vikur til stefnu og margt eftir að gera. Ég sendi boðskortin út í dag, ekki seinna vænna.
Annars er mikið að gera þessa dagana og lítill tími til að blogga. Fermingarundirbúningur í hámarki, aðalfundur húsfélagsins nýbúinn (ég er sko gjaldkeri þar) og ég er að byrja að undirbúa soninn fyrir skólaskipti. Hann er að fara í nýjan skóla eftir páska og þar sem hann höndlar illa breytingar, verð ég að byrja að undirbúa jarðveginn strax. Fórum í göngutúr niður að nýja skólanum í góða veðrinu í gær og spjölluðum saman um breytingarnar.
Það styttist allt of hratt í þessa fermingu. Núna eru rúmar 3 vikur til stefnu og margt eftir að gera. Ég sendi boðskortin út í dag, ekki seinna vænna.
Wednesday, February 22, 2006
Á tjá og tundri
Ég ætla að fara að sjá þessa sýningu næsta þriðjudag. Ég stóðst ekki mátið þegar Ólöf hafði samband við mig og spurði hvort ég kæmi ekki með. Dóttir hennar, Elín Tinna, er í stóru hlutverki og stendur sig víst frábærlega vel.
Ég ætla að taka dótturina með. Nei, ég er ekki að reyna að plata hana til að fara í Versló, þótt það sé náttúrulega frábær skóli. Þegar ég var á hennar aldri, var ég harðákveðin í því að þangað skyldi ég fara. Ég á svo erfitt með að trúa því að í vor séu orðin tuttugu ár síðan ég útskrifaðist úr skólanum. Þegar ég skoða myndir frá skólaárunum, finnst mér eins og þær hafi verið teknar í fyrra.
Monday, February 20, 2006
Þetta er allt að koma
Ég er með tvö stór mál í gangi eins og er. Annars vegar er það lokafrágangur á íbúðinni og hins vegar ferming dótturinnar.
1. Íbúðin er að verða frágengin af hendi verktaka. Það þarf að skipta um útidyrahurð og verkstjórinn mætti um helgina til að taka mál af hurðinni. Hann sagðist ætla að senda málara til að klára fráganginn eftir lekaviðgerðir og þá er þetta bara eiginlega alveg búið.
2. Við mæðgurnar fórum í Garðheima um helgina. Eftir að hafa dáðst af smáhundum í drykklanga stund var farið í föndurdeildina. Eftir þessa ferð er búið að skipuleggja boðskort og kaupa helming af efni til föndursins, búið að panta kerti og prentun á það, serviettur komnar og borðskraut nokkuð frágengið. Við eigum bara eftir að útfæru hugmyndir um lifandi blóm á borðin. Þetta verður rosa flott og kostnaður aðeins farinn að fara ofar en áætlað var. Búið að panta ljósmyndara, prufugreiðslu og förðun og þá að sjálfsögðu aðalgreiðsluna. Búið að ákveða með útfærslu á veitingum, en ekki búið að ákveða með pöntun á fermingatertu og kannski einni djúsí súkkulaðitertu. Veislan eða Kökuhornið verða fyrir valinu. Að lokum fékk ég lánaðan skanna, svo það verður sest yfir það um næstu helgi og myndir valdar af fermingabarninu á ýmsum aldri.
Nokkuð sátt við framvindu mála.
1. Íbúðin er að verða frágengin af hendi verktaka. Það þarf að skipta um útidyrahurð og verkstjórinn mætti um helgina til að taka mál af hurðinni. Hann sagðist ætla að senda málara til að klára fráganginn eftir lekaviðgerðir og þá er þetta bara eiginlega alveg búið.
2. Við mæðgurnar fórum í Garðheima um helgina. Eftir að hafa dáðst af smáhundum í drykklanga stund var farið í föndurdeildina. Eftir þessa ferð er búið að skipuleggja boðskort og kaupa helming af efni til föndursins, búið að panta kerti og prentun á það, serviettur komnar og borðskraut nokkuð frágengið. Við eigum bara eftir að útfæru hugmyndir um lifandi blóm á borðin. Þetta verður rosa flott og kostnaður aðeins farinn að fara ofar en áætlað var. Búið að panta ljósmyndara, prufugreiðslu og förðun og þá að sjálfsögðu aðalgreiðsluna. Búið að ákveða með útfærslu á veitingum, en ekki búið að ákveða með pöntun á fermingatertu og kannski einni djúsí súkkulaðitertu. Veislan eða Kökuhornið verða fyrir valinu. Að lokum fékk ég lánaðan skanna, svo það verður sest yfir það um næstu helgi og myndir valdar af fermingabarninu á ýmsum aldri.
Nokkuð sátt við framvindu mála.
Tuesday, February 14, 2006
Klukk!
4 störf sem ég hef unnið um ævina :
1. Barþjónn í Hollywood (þá meina ég skemmtistaðnum)
2. Stjórnstöð Securitas
3. Miðasölu Háskólabíó
4. Reyta arfa hjá Kirkjugörðum Rvk
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1. Gone with the Wind
2. Multiplicity
3. Monsters Inc
4. The Notebook
4 staðir sem ég hef búið á (Ok hef bara búið á þremur stöðum) :
1. Reykjavík (Fossvogur, Breiðholt, Norðurmýri)
2. Seltjarnarnes
3. Kópavogur (Lindir, Hvörf)
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. House
2. Desperate Housewives
3. Friends
4. The Gilmore Girls
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. mbl.is
2. leit.is
3. fimleikar.is
4. lindaskoli.kopavogur.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Feneyjar og Pisa
2. Gdansk
3. Salzburg og Vín
4. Gautaborg og Stokkhólmur
4 matarkyns sem ég held uppá :
1. Kjúklingur
2. Humar
3. Súkkulaði
4. Banani
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Hawaii
2. Florida
3. Ástralía
4. Kína
Ég ætla að leyfa mér að klukka: Hildigunni, farfuglinn, Kibbu og Hörpu
1. Barþjónn í Hollywood (þá meina ég skemmtistaðnum)
2. Stjórnstöð Securitas
3. Miðasölu Háskólabíó
4. Reyta arfa hjá Kirkjugörðum Rvk
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1. Gone with the Wind
2. Multiplicity
3. Monsters Inc
4. The Notebook
4 staðir sem ég hef búið á (Ok hef bara búið á þremur stöðum) :
1. Reykjavík (Fossvogur, Breiðholt, Norðurmýri)
2. Seltjarnarnes
3. Kópavogur (Lindir, Hvörf)
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. House
2. Desperate Housewives
3. Friends
4. The Gilmore Girls
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. mbl.is
2. leit.is
3. fimleikar.is
4. lindaskoli.kopavogur.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Feneyjar og Pisa
2. Gdansk
3. Salzburg og Vín
4. Gautaborg og Stokkhólmur
4 matarkyns sem ég held uppá :
1. Kjúklingur
2. Humar
3. Súkkulaði
4. Banani
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Hawaii
2. Florida
3. Ástralía
4. Kína
Ég ætla að leyfa mér að klukka: Hildigunni, farfuglinn, Kibbu og Hörpu
Monday, February 13, 2006
Walk the line
Við vinkonurnar skelltum okkur í bíó á laugardagskvöldið. Það var hálf erfitt að velja mynd, því hvorug okkar hafði farið í bíó lengi og margar góðar myndir í boði. Eftir miklar pælingar, var ákveðið að borða á Fridays og skella sér svo í lúxus-sal og sjá Walk the line. Það var hárrétt ákvörðun.
Í fyrsta lagi hef ég aldrei farið í lúxus-salinn og varð ekki fyrir vonbrigðum með það. Maður hallar sér aftur á bak í mjúkum sætunum og lætur fara vel um sig. Myndin var líka mjög góð. Hélt manni alveg við efnið í tvo og hálfan tíma og tónlistin var mjög skemmtileg. Það kom mér mest á óvart hvað aðalleikararnir skiluðu söngnum vel frá sér. Myndatakan var rosalega flott og Joaquin Phoenix var algert augnakonfekt. Ég mæli með henni.
Í fyrsta lagi hef ég aldrei farið í lúxus-salinn og varð ekki fyrir vonbrigðum með það. Maður hallar sér aftur á bak í mjúkum sætunum og lætur fara vel um sig. Myndin var líka mjög góð. Hélt manni alveg við efnið í tvo og hálfan tíma og tónlistin var mjög skemmtileg. Það kom mér mest á óvart hvað aðalleikararnir skiluðu söngnum vel frá sér. Myndatakan var rosalega flott og Joaquin Phoenix var algert augnakonfekt. Ég mæli með henni.
Saturday, February 11, 2006
3 hlutir eftir
Þegar ég kom heim í gær, var greinilegt að verktakinn hafði verið í íbúðinni. Hann kláraði tvo af þeim hlutum sem hann átti eftir, svo núna eru þrír eftir:
1. Laga læsinguna á útidyrahurðinni. Hún er svo stíf að krakkarnir ráða varla við hana.
2. Skipta um pumpu á útidyrahurð. Sú sem er fyrir, heldur engan veginn við.
3. Pússa og mála í kringum útidyrahurð. Þeir voru að laga leka og skildu allt eftir hrátt og ómálað.
Það má því eiginlega segja að íbúðin sé tilbúin, fyrir utan forstofuna. Þeir þurfa varla að koma inn til að klára. Þeir eru líka svo gáfaðir að þeir skiluðu lyklinum. Á ég að skilja það þannig að þeir ætli ekki að klára restina?
1. Laga læsinguna á útidyrahurðinni. Hún er svo stíf að krakkarnir ráða varla við hana.
2. Skipta um pumpu á útidyrahurð. Sú sem er fyrir, heldur engan veginn við.
3. Pússa og mála í kringum útidyrahurð. Þeir voru að laga leka og skildu allt eftir hrátt og ómálað.
Það má því eiginlega segja að íbúðin sé tilbúin, fyrir utan forstofuna. Þeir þurfa varla að koma inn til að klára. Þeir eru líka svo gáfaðir að þeir skiluðu lyklinum. Á ég að skilja það þannig að þeir ætli ekki að klára restina?
Friday, February 10, 2006
Vesen með verktaka
Ekki ætlar hann að standa sig blessaður verktakinn. Ég sendi ábyrgðarbréf, eftir leiðbeiningum frá lögfræðingi Félags fasteignasala, þar sem ég gaf honum frest á að klára sín mál. Nú er sá frestur að renna út næsta mánudag og ég hef hvorki heyrt frá honum né fasteignasalanum (sendi afrit á söluna).
Rafvirkinn er að vísu búinn að koma og klára sitt, en hann sagði mér að hann væri ekkert bundinn Sérverki ehf, heldur starfaði sjálfstætt. Hvorki múrari, né smiður hafa látið sjá sig. Þeir eru með lykil af íbúðinni, þannig að það er ekki hægt að segja að ég sé aldrei heima.
Ég sé því fram á að þurfa að fara að leita tilboða í næstu viku. Ég var að vonast til að ég myndi sleppa við það, en maður verður víst bara að demba sér út í óvissuna.
Rafvirkinn er að vísu búinn að koma og klára sitt, en hann sagði mér að hann væri ekkert bundinn Sérverki ehf, heldur starfaði sjálfstætt. Hvorki múrari, né smiður hafa látið sjá sig. Þeir eru með lykil af íbúðinni, þannig að það er ekki hægt að segja að ég sé aldrei heima.
Ég sé því fram á að þurfa að fara að leita tilboða í næstu viku. Ég var að vonast til að ég myndi sleppa við það, en maður verður víst bara að demba sér út í óvissuna.
Wednesday, February 08, 2006
Veikindi
Sonurinn er búinn að vera lasinn undanfarið. Ég hef ekki mætt í vinnu í tvo daga. Ég hef gaman af því að vera heima að sinna syninum, en er drullufúl yfir samviskubiti sem læðist yfir mig gagnvart vinnunni. Þegar ég mældi hann áðan fékk ég hálfgert áfall. Drengurinn var ennþá með 38,7 stiga hita, og samviskubitið hrópaði á mig. Ég hafði því samband við minn fyrrverandi og benti honum á það að ég væri búin að vera heima í tvo daga og spurði hvort hann gæti tekið næstu tvo daga. Bara vera hörð á þessu og láta hann ekki komast upp með neitt. EN hann mótmælti og sagðist þurfa að mæta á rosalega merkilegan fund á morgun. Hann spilar alltaf út þessu trompi. Ég sagði því með þjósti "Og hvernig eigum við að leysa þetta, ég verð að mæta í vinnu á morgun!". Málið er ennþá í athugun.
Núna er ég örg út í sjálfa mig. Af hverju er ég svona ofur samviskusöm að ég get ekki verið heima og knúsað veika barnið. Af hverju þarf ég að stressa mig á því að mæta í vinnu. Ætli þetta sé hlutskipti útivinnandi mæðra? Þessi eilífa togstreita á milli vinnu og heimilis. Eða er það bara ég sem er að tapa vitinu.
Núna er ég örg út í sjálfa mig. Af hverju er ég svona ofur samviskusöm að ég get ekki verið heima og knúsað veika barnið. Af hverju þarf ég að stressa mig á því að mæta í vinnu. Ætli þetta sé hlutskipti útivinnandi mæðra? Þessi eilífa togstreita á milli vinnu og heimilis. Eða er það bara ég sem er að tapa vitinu.
Saturday, February 04, 2006
Fermingarstress
Já það er örlítið farið að bera á því, enda nóg að gera í fermingarundirbúningnum. Ég er þó búin að afreka ýmislegt, eins og panta sal, panta hárgreiðslu og förðun og ákveða kaffihlaðborðið (í grófum dráttum). Það sem á eftir að gera er:
1. Panta ljósmyndara. Búin að ákveða hvaða ljósmyndari verður fyrir valinu og nú þarf að panta tíma. Það liggur við að það þurfi að biðja um frí fyrir dömuna í skólanum einn dag, svo hún komist í prufugreiðslu og ljósmyndun.
2. Skrifa niður gestalista. Þetta verða örugglega um 50 manns, og þá er skorið niður á ýmsum stöðum.
3. Skoða salinn. Já, maðurinn minn fyrrverandi,sá um að redda sal og ég hef ekki séð hann ennþá.
4. Panta kökurnar. Ég ætla að kaupa fermingaköku og kannski eina djúsí súkkulaðiköku og sjá svo sjálf um rest (með hjálp frá ýmsum aðilum).
5. Setja saman slideshow. Ég ætla að keyra myndir af dömunni frá ýmsum aldurskeiðum, svona bara til að bögga hana. (tíhí)
6. Gera boðskort. Hef ekki hugmynd um hvernig þau verða.
7. Kaupa skreytingar í sal og gestabók.
Í dag eru rúmir 40 dagar í fermingu, svo það er kannski kominn tími til að bretta upp ermar.
1. Panta ljósmyndara. Búin að ákveða hvaða ljósmyndari verður fyrir valinu og nú þarf að panta tíma. Það liggur við að það þurfi að biðja um frí fyrir dömuna í skólanum einn dag, svo hún komist í prufugreiðslu og ljósmyndun.
2. Skrifa niður gestalista. Þetta verða örugglega um 50 manns, og þá er skorið niður á ýmsum stöðum.
3. Skoða salinn. Já, maðurinn minn fyrrverandi,sá um að redda sal og ég hef ekki séð hann ennþá.
4. Panta kökurnar. Ég ætla að kaupa fermingaköku og kannski eina djúsí súkkulaðiköku og sjá svo sjálf um rest (með hjálp frá ýmsum aðilum).
5. Setja saman slideshow. Ég ætla að keyra myndir af dömunni frá ýmsum aldurskeiðum, svona bara til að bögga hana. (tíhí)
6. Gera boðskort. Hef ekki hugmynd um hvernig þau verða.
7. Kaupa skreytingar í sal og gestabók.
Í dag eru rúmir 40 dagar í fermingu, svo það er kannski kominn tími til að bretta upp ermar.