Saturday, February 04, 2006

 

Fermingarstress

Já það er örlítið farið að bera á því, enda nóg að gera í fermingarundirbúningnum. Ég er þó búin að afreka ýmislegt, eins og panta sal, panta hárgreiðslu og förðun og ákveða kaffihlaðborðið (í grófum dráttum). Það sem á eftir að gera er:

1. Panta ljósmyndara. Búin að ákveða hvaða ljósmyndari verður fyrir valinu og nú þarf að panta tíma. Það liggur við að það þurfi að biðja um frí fyrir dömuna í skólanum einn dag, svo hún komist í prufugreiðslu og ljósmyndun.

2. Skrifa niður gestalista. Þetta verða örugglega um 50 manns, og þá er skorið niður á ýmsum stöðum.

3. Skoða salinn. Já, maðurinn minn fyrrverandi,sá um að redda sal og ég hef ekki séð hann ennþá.

4. Panta kökurnar. Ég ætla að kaupa fermingaköku og kannski eina djúsí súkkulaðiköku og sjá svo sjálf um rest (með hjálp frá ýmsum aðilum).

5. Setja saman slideshow. Ég ætla að keyra myndir af dömunni frá ýmsum aldurskeiðum, svona bara til að bögga hana. (tíhí)

6. Gera boðskort. Hef ekki hugmynd um hvernig þau verða.

7. Kaupa skreytingar í sal og gestabók.

Í dag eru rúmir 40 dagar í fermingu, svo það er kannski kominn tími til að bretta upp ermar.

Comments:
Það verður greinlega nóg að gera á næstunni, gangi þér vel!
 
úff, ég er sko ekkert byrjuð! Nema að ákveða að veislan verður heima hjá mömmu og pabba (í samráði við þau, að sjálfsögðu ;-D ) Tengdamamma ætlar að baka fermingartertuna, síðan gerum við eins og þið, gerum þetta allt saman sjálf. Slideshow, hmm, það mætti kíkja á það...
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?