Wednesday, February 22, 2006

 

Á tjá og tundri




Ég ætla að fara að sjá þessa sýningu næsta þriðjudag. Ég stóðst ekki mátið þegar Ólöf hafði samband við mig og spurði hvort ég kæmi ekki með. Dóttir hennar, Elín Tinna, er í stóru hlutverki og stendur sig víst frábærlega vel.

Ég ætla að taka dótturina með. Nei, ég er ekki að reyna að plata hana til að fara í Versló, þótt það sé náttúrulega frábær skóli. Þegar ég var á hennar aldri, var ég harðákveðin í því að þangað skyldi ég fara. Ég á svo erfitt með að trúa því að í vor séu orðin tuttugu ár síðan ég útskrifaðist úr skólanum. Þegar ég skoða myndir frá skólaárunum, finnst mér eins og þær hafi verið teknar í fyrra.

Comments:
Bróðir hennar Bergrúnar er að dansa í þessari sýningu. Bergrún er búin að sjá hana og segir að hún sé skemmtileg.
Olla lil sis
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?