Saturday, February 11, 2006
3 hlutir eftir
Þegar ég kom heim í gær, var greinilegt að verktakinn hafði verið í íbúðinni. Hann kláraði tvo af þeim hlutum sem hann átti eftir, svo núna eru þrír eftir:
1. Laga læsinguna á útidyrahurðinni. Hún er svo stíf að krakkarnir ráða varla við hana.
2. Skipta um pumpu á útidyrahurð. Sú sem er fyrir, heldur engan veginn við.
3. Pússa og mála í kringum útidyrahurð. Þeir voru að laga leka og skildu allt eftir hrátt og ómálað.
Það má því eiginlega segja að íbúðin sé tilbúin, fyrir utan forstofuna. Þeir þurfa varla að koma inn til að klára. Þeir eru líka svo gáfaðir að þeir skiluðu lyklinum. Á ég að skilja það þannig að þeir ætli ekki að klára restina?
1. Laga læsinguna á útidyrahurðinni. Hún er svo stíf að krakkarnir ráða varla við hana.
2. Skipta um pumpu á útidyrahurð. Sú sem er fyrir, heldur engan veginn við.
3. Pússa og mála í kringum útidyrahurð. Þeir voru að laga leka og skildu allt eftir hrátt og ómálað.
Það má því eiginlega segja að íbúðin sé tilbúin, fyrir utan forstofuna. Þeir þurfa varla að koma inn til að klára. Þeir eru líka svo gáfaðir að þeir skiluðu lyklinum. Á ég að skilja það þannig að þeir ætli ekki að klára restina?