Friday, December 30, 2005
Árið 2005
Ég held að tveir atburðir standi upp úr frá árinu 2005.
1. Ég flutti í mína eigin íbúð, sem ég á ein og alveg sjálf. Ég stóð í mínar eigin lappir og allar framkvæmdir (setja upp ljós og gardínur, bora í veggi, hengja upp myndir, tengja uppþvottavél og þvottavél) gerði ég sjálf. Ekkert smá stolt og það sýndi sig að þegar á reyndi, gat ég bara gert ýmislegt.
2. Duran Duran tónleikarnir. Það er eitthvað sem ég vildi upplifa aftur..og aftur. Mér fannst þeir ennþá jafn sætir og flottir og dansaði og söng allan tímann.
Ég verð alltaf hálf trist á áramótum. Þegar "Nú árið er liðið" hljómar í útvarpinu, fyllast augun yfirleitt af tárum. Ég hef verið svona síðan ég man eftir mér og breytist varla úr þessu.
Gleðilegt nýtt ár!
1. Ég flutti í mína eigin íbúð, sem ég á ein og alveg sjálf. Ég stóð í mínar eigin lappir og allar framkvæmdir (setja upp ljós og gardínur, bora í veggi, hengja upp myndir, tengja uppþvottavél og þvottavél) gerði ég sjálf. Ekkert smá stolt og það sýndi sig að þegar á reyndi, gat ég bara gert ýmislegt.
2. Duran Duran tónleikarnir. Það er eitthvað sem ég vildi upplifa aftur..og aftur. Mér fannst þeir ennþá jafn sætir og flottir og dansaði og söng allan tímann.
Ég verð alltaf hálf trist á áramótum. Þegar "Nú árið er liðið" hljómar í útvarpinu, fyllast augun yfirleitt af tárum. Ég hef verið svona síðan ég man eftir mér og breytist varla úr þessu.
Gleðilegt nýtt ár!
Thursday, December 22, 2005
Kitl
Ég hef skorast undan þessu nógu lengi.
Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1) Ferðast til margra landa
2) Ala upp börnin mín
3) Kynnast góðum manni
4) Losna við aukakílóin
5) Rifa upp píanókunnáttu
6) Læra spænsku
7) Lifa lífinu!
Sjö hlutir sem ég get gert
1) Sungið
2) Sýnt börnum þolinmæði
3) Prjónað
4) Eldað þokkalegan mat
5) Sleppt því að horfa á sjónvarp
6) Dansað frá mér allt vit
7) Verið ein með sjálfri mér
Sjö hlutir sem ég get ekki gert
1) Hlaupið rosalega hratt
2) Beðið þolinmóð
3) Látið vaða yfir mig
4) Spilað á gítar
5) Heklað
6) Hætt að naga neglurnar
7) Gert við bílinn
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1) Húmor
2) Sjálfsöryggi
3) Gáfur
4) Augun
5) Brosið
6) Líkamsbygging
7) og allt hitt hehe
Sjö staðir sem mig langar til
1) París
2) Hawaii
3) Kínamúrinn
4) Róm
5) San Francisco
6) Grikkland
7) Ástralía
Sjö setningar sem ég segi oft
1) Lífeyrissjóður
2) Trítla!
3) Vakna snúlli minn
4) Ætlarðu ekki að taka til
5) Hvað á ég að hafa í matinn
6) Klukkan er orðin korter í!
7) Hvenær ætlar þú að koma heim
Sjö hlutir sem ég sé núna
1) dagatal
2) vatnsglas
2) reiknivél
3) útvarpstæki
4) skriffæri
5) vifta
6) blaðabunkar
7) heftari
Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1) Ferðast til margra landa
2) Ala upp börnin mín
3) Kynnast góðum manni
4) Losna við aukakílóin
5) Rifa upp píanókunnáttu
6) Læra spænsku
7) Lifa lífinu!
Sjö hlutir sem ég get gert
1) Sungið
2) Sýnt börnum þolinmæði
3) Prjónað
4) Eldað þokkalegan mat
5) Sleppt því að horfa á sjónvarp
6) Dansað frá mér allt vit
7) Verið ein með sjálfri mér
Sjö hlutir sem ég get ekki gert
1) Hlaupið rosalega hratt
2) Beðið þolinmóð
3) Látið vaða yfir mig
4) Spilað á gítar
5) Heklað
6) Hætt að naga neglurnar
7) Gert við bílinn
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1) Húmor
2) Sjálfsöryggi
3) Gáfur
4) Augun
5) Brosið
6) Líkamsbygging
7) og allt hitt hehe
Sjö staðir sem mig langar til
1) París
2) Hawaii
3) Kínamúrinn
4) Róm
5) San Francisco
6) Grikkland
7) Ástralía
Sjö setningar sem ég segi oft
1) Lífeyrissjóður
2) Trítla!
3) Vakna snúlli minn
4) Ætlarðu ekki að taka til
5) Hvað á ég að hafa í matinn
6) Klukkan er orðin korter í!
7) Hvenær ætlar þú að koma heim
Sjö hlutir sem ég sé núna
1) dagatal
2) vatnsglas
2) reiknivél
3) útvarpstæki
4) skriffæri
5) vifta
6) blaðabunkar
7) heftari
Tuesday, December 20, 2005
Ábending til allra kisuvina
Vill einhver hugsa til okkar á jólunum og áramótin ?
Við verðum trúlega um það bil 80 heimilislausar kisur í Kattholti á jólunum og nýárið.
Okkur þætti vænt um að fá jóla-og nýársglaðning frá þér !
Margt smátt gerir eitt stórt.
Söfnunarreikningur okkar er: 113-26-000767 og kennitalan er: 5503780199
Takk fyrir !
“Félag Heimilislausra Katta í Kattholti”
Monday, December 19, 2005
Ég vann!
Ég er ein af þeim sem hef aldrei unnið neitt í happdrætti/getraunum/lottó. Þrátt fyrir samviskusamlegar og margar tilraunir, hef ég bara aldrei unnið neitt. Ekki einu sinni fengið 3 réttar í Lottó þegar potturinn hefur verið marg-margfaldur.
En í gær, þegar ég opnaði jóladagatal Íslandsbanka af sömu samviskusemi og undanfarna daga, opnaðist vinningsgluggi. Ég vann heila Harry Potter bók, hvorki meira né minna og er bara rosalega lukkuleg. Ég veit að það er ekki stór vinningur, en vinningur samt sem áður. Kannski ætti maður að spila í Lottó um helgina, nú er maður kannski bara komin í vinningsliðið.
En í gær, þegar ég opnaði jóladagatal Íslandsbanka af sömu samviskusemi og undanfarna daga, opnaðist vinningsgluggi. Ég vann heila Harry Potter bók, hvorki meira né minna og er bara rosalega lukkuleg. Ég veit að það er ekki stór vinningur, en vinningur samt sem áður. Kannski ætti maður að spila í Lottó um helgina, nú er maður kannski bara komin í vinningsliðið.
Friday, December 16, 2005
Ég er í vondum málum
Ég var að uppgötva það að í öllu Jólastressinu, hef ég mistalið skó-dagana. Skórinn fór nefnilega út í glugga hjá mínum á laugardagskvöldið, sem var degi of snemma.
Hvernig kem ég mér út úr þessu???
Hvernig kem ég mér út úr þessu???
Tuesday, December 13, 2005
Nærbuxnavandamál
Það ætlar að reynast mér örlítið erfiðara að standa í strákauppeldinu. Sonur minn kom heim í gær og kvartaði yfir því að honum hefði verið strítt í leikfimi. Strákarnir hefðu sagt að hann væri í píkunærbuxum. "Hvað meinarðu, eru Batman nærbuxurnar, píkunærbuxur?" spurði ég ráðvillt. Hjartað fór alveg í hnút við tilhugsunina um að það væri verið að stríða litla barninu mínu.
Ég veit varla hvernig nærbuxur eru ekki píkunærbuxur. Ég sé fram á búðarferð, þar sem reynt verður að kaupa nærbuxur sem eru samþykktar í sjö ára strákasamfélagi. Vandamálið er að hann veit varla sjálfur hvernig nærbuxur það eru.
Ég veit varla hvernig nærbuxur eru ekki píkunærbuxur. Ég sé fram á búðarferð, þar sem reynt verður að kaupa nærbuxur sem eru samþykktar í sjö ára strákasamfélagi. Vandamálið er að hann veit varla sjálfur hvernig nærbuxur það eru.
Tuesday, December 06, 2005
Jibbííí
Ég seldi bílinn. Það bar árangur að auglýsa ókeypis á Mbl.is. Það kom áhugasamur maður í gær, prófaði bílinn og féll að sjálfsögðu alveg fyrir honum.
Fjölskyldan fór í síðasta bíltúrinn á "gamla" bílnum í gærkvöldi, svona í kveðjuskyni.
Fjölskyldan fór í síðasta bíltúrinn á "gamla" bílnum í gærkvöldi, svona í kveðjuskyni.
Sunday, December 04, 2005
Glo-ooooo-ooooo-oooooria
Fyrstu jólatónleikarnir eru í dag. Þetta árið syngjum við með Karlakórnum Þröstum og það er virkilega skemmtileg tilbreyting. Fyrst syngja kórarnir nokkur lög sitt í hvoru lagi, en svo er syngja kórarnir saman. Á milli fá svo áheyrendur að spreyta sig á þekktum jólalögum.
Jón Cortes er alveg frábær stjórnandi. Hann leggur mikið upp úr öndun og hefur allt aðrar áherslur en Sigrún. Þau eru rosalega ólík, en bæði mjög góð. Það er ekki laust við að nokkrar kórkonur syngi ögn betur, umkringdar stæðilegum karlmönnum.
Sem sagt frábærir tónleikar, í dag kl. 17 og þriðjudag kl. 20 í Grafarvogskirkju og svo næsta laugardag kl. 16 í Víðistaðakirkju.
Jón Cortes er alveg frábær stjórnandi. Hann leggur mikið upp úr öndun og hefur allt aðrar áherslur en Sigrún. Þau eru rosalega ólík, en bæði mjög góð. Það er ekki laust við að nokkrar kórkonur syngi ögn betur, umkringdar stæðilegum karlmönnum.
Sem sagt frábærir tónleikar, í dag kl. 17 og þriðjudag kl. 20 í Grafarvogskirkju og svo næsta laugardag kl. 16 í Víðistaðakirkju.
Friday, December 02, 2005
Gubbupest
Á meðan móðirin sefur, er ávallt radar í gangi, sem fer í gang við minnstu hljóð frá börnunum. Þessi radar gaf frá sér viðvörunarmerki, klukkan eitt í nótt. Hljóð bárust frá barnaherberginu, sem líktust "gubbuhljóðum". Móðirin spratt eins og gormur fram úr rúmi og mikið rétt, sonurinn sat í rúminu allur útgubbaður og virtist hyggja á frekari framleiðslu. Með örskotshraða skaust móðirin inní eldhús og greip þar skúringafötu/ælufötu heimilisins. Hún rétt náði að smeygja henni undir höku sonarins áður en næsta gusa reið yfir. Hún beið þolinmóð þar til allt var gengið yfir, þreif soninn og sendi hann yfir í mömmuból á meðan hreinsun á rúmi, rúmfötum og gólfi stæði yfir. Lyktin var yfirþyrmandi, en eins og allar mæður var hún útbúin með sérstakri æluvörn, sem fer í gang við svona aðstæður. Þegar þrifum var lokið var sonurinn sendur aftur yfir í sitt rúm og móðirin lagðist örþreytt aftur upp í rúm. Hún gleymdi samt ekki að kveikja á radarnum áður en hún sofnaði.
The end.
The end.