Monday, December 19, 2005
Ég vann!
Ég er ein af þeim sem hef aldrei unnið neitt í happdrætti/getraunum/lottó. Þrátt fyrir samviskusamlegar og margar tilraunir, hef ég bara aldrei unnið neitt. Ekki einu sinni fengið 3 réttar í Lottó þegar potturinn hefur verið marg-margfaldur.
En í gær, þegar ég opnaði jóladagatal Íslandsbanka af sömu samviskusemi og undanfarna daga, opnaðist vinningsgluggi. Ég vann heila Harry Potter bók, hvorki meira né minna og er bara rosalega lukkuleg. Ég veit að það er ekki stór vinningur, en vinningur samt sem áður. Kannski ætti maður að spila í Lottó um helgina, nú er maður kannski bara komin í vinningsliðið.
En í gær, þegar ég opnaði jóladagatal Íslandsbanka af sömu samviskusemi og undanfarna daga, opnaðist vinningsgluggi. Ég vann heila Harry Potter bók, hvorki meira né minna og er bara rosalega lukkuleg. Ég veit að það er ekki stór vinningur, en vinningur samt sem áður. Kannski ætti maður að spila í Lottó um helgina, nú er maður kannski bara komin í vinningsliðið.
Comments:
<< Home
Hey, mér finnst harry potter bók bara nokkuð flottur og stór vinningur. Væri alveg til í að vinna svoleiðis. Til hamingju dúllí *smúts*
Post a Comment
<< Home