Sunday, December 04, 2005
Glo-ooooo-ooooo-oooooria
Fyrstu jólatónleikarnir eru í dag. Þetta árið syngjum við með Karlakórnum Þröstum og það er virkilega skemmtileg tilbreyting. Fyrst syngja kórarnir nokkur lög sitt í hvoru lagi, en svo er syngja kórarnir saman. Á milli fá svo áheyrendur að spreyta sig á þekktum jólalögum.
Jón Cortes er alveg frábær stjórnandi. Hann leggur mikið upp úr öndun og hefur allt aðrar áherslur en Sigrún. Þau eru rosalega ólík, en bæði mjög góð. Það er ekki laust við að nokkrar kórkonur syngi ögn betur, umkringdar stæðilegum karlmönnum.
Sem sagt frábærir tónleikar, í dag kl. 17 og þriðjudag kl. 20 í Grafarvogskirkju og svo næsta laugardag kl. 16 í Víðistaðakirkju.
Jón Cortes er alveg frábær stjórnandi. Hann leggur mikið upp úr öndun og hefur allt aðrar áherslur en Sigrún. Þau eru rosalega ólík, en bæði mjög góð. Það er ekki laust við að nokkrar kórkonur syngi ögn betur, umkringdar stæðilegum karlmönnum.
Sem sagt frábærir tónleikar, í dag kl. 17 og þriðjudag kl. 20 í Grafarvogskirkju og svo næsta laugardag kl. 16 í Víðistaðakirkju.