Saturday, January 26, 2008
Hætt
Ég ákvað að hætta á Facebook og MySpace. Hef hvorki tíma né áhuga á því að standa í þessu lengur. Bloggið verður samt ennþá á sínum stað. Ég hef bara svo gaman af því að lesa gamlar færslur og rifja upp liðna atburði. Ég blogga líka aðallega fyrir sjálfa mig, um ósköp ómerkilega hluti, enda heitir bloggið "Hversdagshugleiðingar".
En ég neita því ekki að það er oft gaman að fá komment.
En ég neita því ekki að það er oft gaman að fá komment.
Friday, January 25, 2008
Heima
Ég ákvað að fara að ráðleggingum lögreglunnar og vera heima. Hér í fjöllunum sást nefnilega ekkert út um gluggana í morgun, brjálað snjófok. Börnin voru ekki send í skólann, en það er ekkert útséð með hvort sonurinn fari í skólann á eftir, ef snjófokið lægir. Hann er nefnilega ekkert hress með að vera heima, vill helst ekki missa af skólanum.
Ég var ánægð með svörin sem ég fékk í skólanum í morgun. Ólíkt því sem gerðist í desember, þá var mér sagt að það væri verið að ráðleggja foreldrum að senda börnin ekki í skólann og að engar fjarvistir yrðu gefnar. Það auðveldaði mér ákvörðunina, því í desember voru einu svörin sem maður fékk að það yrði skóli (og þá hélt ég að börnin mín þyrftu að mæta).
Svo fylgjumst við bara með veðurspánni.
Ég var ánægð með svörin sem ég fékk í skólanum í morgun. Ólíkt því sem gerðist í desember, þá var mér sagt að það væri verið að ráðleggja foreldrum að senda börnin ekki í skólann og að engar fjarvistir yrðu gefnar. Það auðveldaði mér ákvörðunina, því í desember voru einu svörin sem maður fékk að það yrði skóli (og þá hélt ég að börnin mín þyrftu að mæta).
Svo fylgjumst við bara með veðurspánni.
Tuesday, January 22, 2008
Síðasta hetjan fallin
Ég skrifaði í vor um það að ég fylgdist með bloggi þriggja ungra kvenna sem ættu það sameiginlegt að vera að berjast við krabbamein. Allar áttu þessar konur ung börn. Ég dáðist að lífsorku og krafti þessara kvenna, hversu bjartsýnar þær voru þrátt fyrir að heyja þetta erfiða stríð. Í sumar létust tvær af þessum hetjum, með nokkuð stuttu millibili. Í gær féll svo síðasta hetjan í valinn. Hetja sem sagði eitt sinn að hún hefði gert samning við Almættið um að hún fengi að fylgjast með dóttur sinni vaxa úr grasi.
En svo varð ekki.
Ég veit að ég þekkti þessar konur ekki neitt, en samt flæktist ég inn í líf þeirra með því að fylgjast daglega með bloggi þeirra. Blessuð sé minning Ástu Lovísu, Hildar Sif og Þórdísar Tinnu. Megi þær hvíla í friði.
En svo varð ekki.
Ég veit að ég þekkti þessar konur ekki neitt, en samt flæktist ég inn í líf þeirra með því að fylgjast daglega með bloggi þeirra. Blessuð sé minning Ástu Lovísu, Hildar Sif og Þórdísar Tinnu. Megi þær hvíla í friði.
Wednesday, January 16, 2008
Allt á kafi í snjó
Það getur stundum verið erfitt að búa í fjöllunum. Sérstaklega þegar snjóar svona mikið. Bílastæðin voru öll mokuð og fín í gær, en eru víst komin aftur á kaf í snjó. Þetta stefnir því í að verða dýr vetur fyrir húsfélagið.
Ég held að það sé orðin spurning um að kaupa sér bíl með drif á öllum eða jafnvel jeppling. Einhverjar uppástungur?
Ég held að það sé orðin spurning um að kaupa sér bíl með drif á öllum eða jafnvel jeppling. Einhverjar uppástungur?
Monday, January 14, 2008
Perrar á MSN
Sonur minn er á tíunda ári. Fyrir ca. mánuði síðan bað hann mig um að setja upp MSN hjá sér, svo þeir vinirnir gætu skipst á skilaboðum og myndum. Ég varð við þeirri ósk, en hef alltaf fylgst með honum og hans netnotkun almennt.
Síðasta föstudag, varð ég fyrir frekar ónotalegri lífsreynslu. Sonur minn hafði samband við mig í gegnum MSN (hann var heima, ég í vinnunni) og sagði mér að það væri maður að reyna að tala við sig, sem segðist hafa gaman af því að spjalla við litla stráka. Hann hafði óvart "addað" honum. Ég sagði honum að "blokka" manninn strax og eiga ekki frekari samskipti við hann. Sonur minn, sem er greinilega allt of saklaus sál, var hikandi við að gera það og sagðist ekki vilja særa tilfinningar viðkomandi. Sem betur fer var dóttirin heima og því sett í málið. Hún skrifaði nokkur vel valin orð til viðkomandi og "blokkaði" hann síðan. Þar sem við náðum ekki að vista neitt, þá er það eina sem við vitum um þennan aðila að hann hefur netfangið jkh@visir.is. Ég prufaði að gúgla því og það virðist vera virkt netfang. Ég veit hreinlega ekki hvort það er hægt að gera eitthvað í málinu, þegar ég hef ekki meira í höndunum. Ég fékk sendan lista yfir perra á MSN (fyrir löngu síðan), en fannst það svo ógeðslegt að ég hreinlega henti honum, svo ég veit ekki hvort þessi aðili er þekktur í því samfélagi.
Það ótrúlega er, að bara núna um helgina, reyndu tveir aðrir aðilar að setja sig í samband við son minn. Hann veit það núna að hann á ALDREI að "adda" neinum, nema hann þekki viðkomandi. Ég er hreinlega að spá í hvort ég eigi ekki að taka MSNið út hjá honum. Þetta samfélag býður greinilega upp á alls konar perrar geti vaðið þar um.
Síðasta föstudag, varð ég fyrir frekar ónotalegri lífsreynslu. Sonur minn hafði samband við mig í gegnum MSN (hann var heima, ég í vinnunni) og sagði mér að það væri maður að reyna að tala við sig, sem segðist hafa gaman af því að spjalla við litla stráka. Hann hafði óvart "addað" honum. Ég sagði honum að "blokka" manninn strax og eiga ekki frekari samskipti við hann. Sonur minn, sem er greinilega allt of saklaus sál, var hikandi við að gera það og sagðist ekki vilja særa tilfinningar viðkomandi. Sem betur fer var dóttirin heima og því sett í málið. Hún skrifaði nokkur vel valin orð til viðkomandi og "blokkaði" hann síðan. Þar sem við náðum ekki að vista neitt, þá er það eina sem við vitum um þennan aðila að hann hefur netfangið jkh@visir.is. Ég prufaði að gúgla því og það virðist vera virkt netfang. Ég veit hreinlega ekki hvort það er hægt að gera eitthvað í málinu, þegar ég hef ekki meira í höndunum. Ég fékk sendan lista yfir perra á MSN (fyrir löngu síðan), en fannst það svo ógeðslegt að ég hreinlega henti honum, svo ég veit ekki hvort þessi aðili er þekktur í því samfélagi.
Það ótrúlega er, að bara núna um helgina, reyndu tveir aðrir aðilar að setja sig í samband við son minn. Hann veit það núna að hann á ALDREI að "adda" neinum, nema hann þekki viðkomandi. Ég er hreinlega að spá í hvort ég eigi ekki að taka MSNið út hjá honum. Þetta samfélag býður greinilega upp á alls konar perrar geti vaðið þar um.
Friday, January 11, 2008
Stolt
Ég er virkilega stolt af henni dóttur minni. Ástæðan fyrir þessu stolti er sú, að henni hefur alltaf gengið mjög vel í skóla. Hún er samviskusöm og uppsker því í samræmi við það. Á miðvikudaginn vorum við á fundi með námsráðgjafa, þar sem við þurftum að taka ákvörðun um samræmd próf næsta vor. Dóttirin var að sjálfsögðu búin að velta þeim mikið fyrir sér og löngu búin að ákveða hvað hentaði henni best að taka. Námsráðgjafinn sagði við okkur að þar sem hún væri með meðaleinkunn upp á 9,1, gæti hún í raun valið hvaða framhaldskóla sem hún vildi.
Það stóð ekki á svari hjá minni. „Ég ætla í Versló“.
Nema hvað, Versló er frábær skóli og ég sé ekki eftir þeim fjórum árum sem ég eyddi þar. Verst að ég get ekki fengið að fara með henni, ég væri alveg til í að upplifa þessi ár aftur.
Það stóð ekki á svari hjá minni. „Ég ætla í Versló“.
Nema hvað, Versló er frábær skóli og ég sé ekki eftir þeim fjórum árum sem ég eyddi þar. Verst að ég get ekki fengið að fara með henni, ég væri alveg til í að upplifa þessi ár aftur.
Saturday, January 05, 2008
Annáll ársins 2007
Í janúar byrjaði sonurinn á Ritalíni og ég fékk æði fyrir tei og púsluspilum.
Í febrúar hélt litla systir upp á 30 ára afmælið sitt með stæl.
Í mars skipti ég um tryggingafélag og Trilli hamstur fór til himna.
Í apríl vann Lindaskóli Skólahreysti og ég varð 41 árs.
Í maí lenti dóttirin í útistöðum við fyrrverandi vinnuveitendur sínar og sagði upp í kjölfarið.
Í júní forum við í frábæra 3 vikna ferð til Florida.
Í júlí fór ég á Toto tónleika.
Í ágúst fór ég í aðgerð, dóttirin varð 15 ára og ég vann flugfar til Evrópu á Bylgjunni.
Í september fórum við mæðgur ásamt frábæru fólki, í skemmtilegustu Lundúnarferð ever, þar sem farið var á Prince tónleika og etið á Hakkasan.
Í október varð sonurinn 9 ára og ég eignaðist yndislegustu frænku í heimi.
Í nóvember var bíllinn Stúfur í aðalhlutverki, fór á verkstæði og fékk skoðun.
Í desember upplifði ég fyrstu jólin án barnanna minna og eignaðist aðra yndislega frænku.
Í febrúar hélt litla systir upp á 30 ára afmælið sitt með stæl.
Í mars skipti ég um tryggingafélag og Trilli hamstur fór til himna.
Í apríl vann Lindaskóli Skólahreysti og ég varð 41 árs.
Í maí lenti dóttirin í útistöðum við fyrrverandi vinnuveitendur sínar og sagði upp í kjölfarið.
Í júní forum við í frábæra 3 vikna ferð til Florida.
Í júlí fór ég á Toto tónleika.
Í ágúst fór ég í aðgerð, dóttirin varð 15 ára og ég vann flugfar til Evrópu á Bylgjunni.
Í september fórum við mæðgur ásamt frábæru fólki, í skemmtilegustu Lundúnarferð ever, þar sem farið var á Prince tónleika og etið á Hakkasan.
Í október varð sonurinn 9 ára og ég eignaðist yndislegustu frænku í heimi.
Í nóvember var bíllinn Stúfur í aðalhlutverki, fór á verkstæði og fékk skoðun.
Í desember upplifði ég fyrstu jólin án barnanna minna og eignaðist aðra yndislega frænku.
Tuesday, January 01, 2008
Gleðilegt nýtt ár!
Þá er árið 2008 gengið í garð. Þetta verður vonandi hið besta ár og betra en árið sem á undan er gengið. Ég strengdi engin sérstök áramótaheit í þetta skiptið, en ætla mér að halda áfram að mæta í ræktina þrisvar í viku og þar að auki verður matarræðið tekið betur í gegn.
Sagði ekki einhver spekingurinn "Batnandi fólki er best að lifa".
Sagði ekki einhver spekingurinn "Batnandi fólki er best að lifa".