Wednesday, January 16, 2008

 

Allt á kafi í snjó

Það getur stundum verið erfitt að búa í fjöllunum. Sérstaklega þegar snjóar svona mikið. Bílastæðin voru öll mokuð og fín í gær, en eru víst komin aftur á kaf í snjó. Þetta stefnir því í að verða dýr vetur fyrir húsfélagið.

Ég held að það sé orðin spurning um að kaupa sér bíl með drif á öllum eða jafnvel jeppling. Einhverjar uppástungur?

Comments:
hérna...sko....það er líka hægt að flytja í bæinn til okkar hinna....haaaa!
 
Það hefur nú stundum hvarflað að mér. Sonurinn er bara svo glaður í skólanum og það er sko ekkert sjálfgefið.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?