Saturday, January 05, 2008

 

Annáll ársins 2007

Í janúar byrjaði sonurinn á Ritalíni og ég fékk æði fyrir tei og púsluspilum.
Í febrúar hélt litla systir upp á 30 ára afmælið sitt með stæl.
Í mars skipti ég um tryggingafélag og Trilli hamstur fór til himna.
Í apríl vann Lindaskóli Skólahreysti og ég varð 41 árs.
Í maí lenti dóttirin í útistöðum við fyrrverandi vinnuveitendur sínar og sagði upp í kjölfarið.
Í júní forum við í frábæra 3 vikna ferð til Florida.
Í júlí fór ég á Toto tónleika.
Í ágúst fór ég í aðgerð, dóttirin varð 15 ára og ég vann flugfar til Evrópu á Bylgjunni.
Í september fórum við mæðgur ásamt frábæru fólki, í skemmtilegustu Lundúnarferð ever, þar sem farið var á Prince tónleika og etið á Hakkasan.
Í október varð sonurinn 9 ára og ég eignaðist yndislegustu frænku í heimi.
Í nóvember var bíllinn Stúfur í aðalhlutverki, fór á verkstæði og fékk skoðun.
Í desember upplifði ég fyrstu jólin án barnanna minna og eignaðist aðra yndislega frænku.

Comments:
Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu :) Mikið svakalega áttir þú skemmtilegt ár, alltaf nóg að gera hjá þér!
 
til hamingju með gamla árið - það vantaði bara líkamsræktarferðirnar inn í ;) - bætir þeim við þetta ár dúllan mín
 
Takk sömuleiðis.

Ég er nú ekkert að bæta þeim við, þó að ég hafi farið samviskusamlega 3x í viku frá því í september.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?