Thursday, January 04, 2007
Stolt af ömmu
Amma mín var í hópi þeirra sem fékk Fálkaorðuna á Nýársdag. Hún varð að sjálfsögðu mjög glöð þegar hún fékk fréttirnar, því þetta er ein æðsta viðurkenning sem óbreyttum borgara getur hlotnast. Þessi orðuveiting hefði líka ekki getað komið á betri tíma, því hún er búin að vera hálf vængbrotin eftir að afi flutti á Droplaugarstaði.
Hún fór í sínu fínasta pússi og eina lærða söngkonan í fjölskyldunni fékk að fara með á Bessastaði. Nei, það var ekki ég, ég hef aldrei lært að syngja. Myndin sem birtist í Mogganum var svo lítil að ég ætla ekki að líma hana við póstinn, en bara svona til fróðleiks þá er hún fyrir miðri mynd.
Hún fór í sínu fínasta pússi og eina lærða söngkonan í fjölskyldunni fékk að fara með á Bessastaði. Nei, það var ekki ég, ég hef aldrei lært að syngja. Myndin sem birtist í Mogganum var svo lítil að ég ætla ekki að líma hana við póstinn, en bara svona til fróðleiks þá er hún fyrir miðri mynd.
Comments:
<< Home
Vá, þetta er glæsilegt. Hjartanlega til hamingju með ömmu þína. Skilaðu kveðju til hennar frá okkur Einari. :)
Takk, takk. Halldóra, ég skila kveðjunni á sunnudaginn, þá verður haldin fjölskylduveisla til heiðurs ömmu.
til hamingju. nú geturðu kallað hana ömmu fálka. hljómar svolítið svona eins og jón oddur og jón bjarni...
Post a Comment
<< Home