Tuesday, April 12, 2005
Nú er það svart!
Ég er alveg hætt að botna í veðráttu þessa lands. Allt þakið þykku lagi af snjó og Sumardagurinn fyrsti í næstu viku. Get alveg séð fyrir mér aumingja fólkið, skjálfandi í skrúðgöngu.
Annars finnst mér reyndar þessi blessaði dagur vera tímaskekkja. Mætti seinka honum um cirka mánuð. Það hefur færst í aukana að skemmtanir eru haldnar innandyra vegna veðurs. Mér finnst það segja allt sem segja þarf.
Annars finnst mér reyndar þessi blessaði dagur vera tímaskekkja. Mætti seinka honum um cirka mánuð. Það hefur færst í aukana að skemmtanir eru haldnar innandyra vegna veðurs. Mér finnst það segja allt sem segja þarf.