Thursday, April 07, 2005

 

Frumbyggjaraunir

Ég ákvað að festa niður punkta úr stormasömum innfluttningi, bara svona til að eiga seinna meir (minnið orðið aðeins gloppótt).

Föstudagur 1. apríl
Loksins komið að afhendingu eftir viku seinkun. Það á að vísu eftir að klára ýmislegt og td. ekki komið klósett, en það er von á því seinni part dagsins. Frændur mínir komu og skelltu filt-teppi á gólf og svo var hafist handa við að ferja kassa (gekk mjög vel enda vaskar konur á ferð). Síðasta nóttin mín í gamla húsinu. Í lok dags var ekki komið klósett og stefndi í vandræði, því blessaðir húsbyggjendurnir vinna ekki um helgar.

Laugardagur 2.apríl
Vaknaði með hugmyndir í hausnum um hvernig ég ætti að tala við eigandann vegna klósettleysis. Ákvað að kíkja fyrst uppí íbúð og viti menn, píparinn var á staðnum að klára að setja upp klósettið. stórt hjúkk. Um hádegi voru húsgögn flutt og mér bölvað mikið fyrir þungt píanóið. Ég aftengdi öll ljós og kom ljósastæðum fyrir (ekki þörf fyrir karlmann þar). Fyrsta nótt í nýju húsi. Ég og kisa einar í heilli blokk.

Sunnudagur 3.apríl
Dagur blendna tilfinninga. Um hádegi voru lyklar afhentir af "gamla húsinu". Húsið skoðað í síðasta sinn og svo haldið upp í nýju íbúð þar sem kassar biðu í metratali (eins og sonur minn mundi orða það). Dagurinn fór í að skipuleggja kassaflóð og lauk með fyrstu nótt barnanna í húsinu.

Mánudagur 4. apríl
Var næstum hætt við að mæta til vinnu þegar kassaflóðið blasti við mér. Lítill tími til að snyrta til. Vandamál með uppþvottavél. Hún tæmdi sig ekki. Tengdi þvottavél (karlmaður óþarfur "mont") og þvoði fyrstu vélar (ekki veitti af).

Þriðjudagur 5.apríl
Ekkert nema kassavandamál. Náði að leysa uppþvottavélarvanda (að sjálfsögðu). Ansi kalt um kvöldið og kom í ljós að allir ofnar voru kaldir og enginn hiti á íbúðinni. Köld nótt í frostinu og allir hjúfruðu sig saman undir sæng.

Miðvikudagur 6.apríl
Það er útlit fyrir að hitinn verði vandamál þangað til almennt verður flutt í blokkina (næstu mánaðarmót). Stofa skipulögð og græjur tengdar. Vantar fleiri hillur fyrir bækur og skrautmuni. Vantar fjármagn fram að næsta vísatímabili.

Comments:
til hamingju með þetta allt saman :-) Það á nú að fara að hlýna svolítið, vonandi verður hitastigið ekki mikið vandamál. Annars eru það bara ullarteppin sem gilda...
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?