Wednesday, June 04, 2008

 

Stolt móðir part 2

Ég er svo stolt af börnunum mínum. Þau stóðu sig bæði svo vel í prófunum. Sonurinn kom heim með þessa fínu einkunn, 10 í stærðfræði, 10 í lesskilning og 9,5 í málfræði. Gerði eina villu í stafstetningunni.

Í kvöld var svo útskrift hjá 10. bekkingnum mínum. Hún var að kveðja skólann sinn og gerði það með stæl. Var kölluð upp á sviðið, þrisvar sinnum, til að taka við verðlaunum. Hún hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í íslensku og samfélagsfræði og svo fyrir hæðstu einkunn í samræmdu prófunum. Ég varð svo stolt og hrærð að það munaði minnstu að ég brysti í grát.

Ég sagði við dótturina, að minningar kvöldsins yrðu vistaðar í langtímaminninu. Það eru svona stundir sem gefa lífinu lit.

Comments:
Ójá!
 
Vá hvað þau eru flott hjá þér. Ekki furða að þú sért stolt :)
 
FRÁBÆRT :) - þú mátt svo sannarlega vera stolt af börnunum þínum :) Þá er það bara Verzló hjá Millu í haust - jibbí jei enda besti skólinn thihi

Knúsar á mömmuna fyrir það að ala upp svona frábæra krakka :)
 
Takk, takk. Það er ekkert útséð með það að það verði Versló í haust, heldurðu að hún sé ekki farin að spá í MR. Soldið erfitt fyrir gamla verslinginn.;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?