Thursday, May 15, 2008

 

Hvernig stendur á því?

Það er allt í einu orðið svo mikið að gera hjá mér. Ég,sem gat látið mér leiðast heilu helgarnar, get varla fundið tíma til þess lengur. Ég þarf meira að segja að skipuleggja mig nokkuð vel, ef ég á að koma öllu í framkvæmd. Þannig hef ég verið á leið í heimsóknir og ætlað að framkvæma hluti, en það er bara ekki tími aflögu.

Skyldi þetta nokkuð vera vegna þess að ég er loksins að vakna til lífsins og farin að njóta lífsins í botn??? Núna kvíði ég ekki framtíðinni, heldur hlakka til að takast á við hana.

Comments:
En gaman að lesa bloggið þitt, ekkert smá jákvæðni í því :) Það er alveg nauðsynlegt að hafa nóg fyrir stafni, ég er einmitt í þeim pakka núna. Alltaf nóg að gera.
 
Bara stuð sem sagt :-)
 
Stanslaust stuð! Nei segi það kannski ekki en það er amk nóg að gera.
Anna Sigga, þú ert ein af þeim sem ég er alltaf að reyna að komast í heimsókn til. Þú ert númer eitt í röðinni ;)
 
æðislegt - svona á þetta að vera - það er hollt að láta sér leiðast stundum og svo á að vera brjálað að gera þess á milli ;)

knúsar til þín

e
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?