Tuesday, April 08, 2008
Vangaveltur
Ég virðist vera frekar andlaus þegar kemur að blogginu þessa dagana. Samt er ýmislegt smávægilegt að þvælast um í hausnum á mér. Eins og td:
1. Ég bara þoli ekki nýju auglýsingarnar frá 118. Finnst þær bara hallærislegar.
2. Ég er ennþá að velta því fyrir mér hvort ég eigi að bíða með að bóka hótel í London, eða ekki. Það eru jú ennþá fjórir mánuðir í ferðina.
3. Það fæðast bara litlar prinsessur í kringum mig. Það er í sjálfu sér mjög gott mál, því það vantar alltaf fleiri sætar prinsessur.
4. Ég þarf að fara að taka matarræðið í gegn hjá mér aftur. Er orðin allt of kærulaus.
5. Ég þarf að fara að gera eitthvað í þessum lekamálum í íbúðinni, svo ég geti farið að mála. Ég ætti kannski að senda tölvupóst til verktakans.
Og svona mætti lengi telja.
1. Ég bara þoli ekki nýju auglýsingarnar frá 118. Finnst þær bara hallærislegar.
2. Ég er ennþá að velta því fyrir mér hvort ég eigi að bíða með að bóka hótel í London, eða ekki. Það eru jú ennþá fjórir mánuðir í ferðina.
3. Það fæðast bara litlar prinsessur í kringum mig. Það er í sjálfu sér mjög gott mál, því það vantar alltaf fleiri sætar prinsessur.
4. Ég þarf að fara að taka matarræðið í gegn hjá mér aftur. Er orðin allt of kærulaus.
5. Ég þarf að fara að gera eitthvað í þessum lekamálum í íbúðinni, svo ég geti farið að mála. Ég ætti kannski að senda tölvupóst til verktakans.
Og svona mætti lengi telja.