Sunday, March 09, 2008
Santa Maria
Loksins er hægt að fá ekta mexíkanskan mat á Íslandi. Við mæðgurnar fengum okkur að borða á þessum nýja stað og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Staðurinn sjálfur er mjög flottur og maturinn alveg frábær. Við fengum okkur tvo rétti, skiptum þeim á milli okkar og vorum báðar mjög ánægðar. Mér fannst sterkari rétturinn betri (sem var þó ekkert súper spæsí), mig minnir að hann hafi verið númer 28 á matseðlinum.
Sem sagt, Santa Maria, Laugavegi 22a. Mæli með honum.
Maja mín, við komum örugglega aftur. Hlakka til að smakka eitthvað fleira.
Sem sagt, Santa Maria, Laugavegi 22a. Mæli með honum.
Maja mín, við komum örugglega aftur. Hlakka til að smakka eitthvað fleira.