Friday, March 28, 2008
Rauður Kristal-plús
Það er ekkert eðlilegt hvað við mægður getum innbyrt af þessum drykk. Ég er farin að halda að það séu einhver ávanabindandi efni í vökvanum.
Annars er varla nokkuð merkilegt að gerast. Jú, nema að vörubílar virðast vera mjög hrifnir af göngubrúnni í Vatnsendahverfi. Það þurfti víst að fylgja börnum heim í dag(sem vanalega nota brúnna) því hún var lokuð. Í Fréttablaðinu var líka viðtal við tvær konur sem ég þekki, sem báðar heita María. Að lokum rakst ég á frétt um að Ellen deGeneres sé tekin við af Opruh sem vinsælasti spjallþáttarstjórnandinn. Það kemur mér ekki á óvart, því þættirnir hennar eru skemmtilegir. Ég vildi gjarnan sjá hana í íslensku sjónvarpi.
Ja hérna. Svona er það þegar maður er andlaus. Þá bullar maður bara.
Annars er varla nokkuð merkilegt að gerast. Jú, nema að vörubílar virðast vera mjög hrifnir af göngubrúnni í Vatnsendahverfi. Það þurfti víst að fylgja börnum heim í dag(sem vanalega nota brúnna) því hún var lokuð. Í Fréttablaðinu var líka viðtal við tvær konur sem ég þekki, sem báðar heita María. Að lokum rakst ég á frétt um að Ellen deGeneres sé tekin við af Opruh sem vinsælasti spjallþáttarstjórnandinn. Það kemur mér ekki á óvart, því þættirnir hennar eru skemmtilegir. Ég vildi gjarnan sjá hana í íslensku sjónvarpi.
Ja hérna. Svona er það þegar maður er andlaus. Þá bullar maður bara.
Comments:
<< Home
ef þetta ávanabindandi efni í rauðum kristal hefur megrandi áhrif - þá gæti ég alveg vanabundist þessum drykk þó mér finnist hann ódrekkandi í dag ;)
Kv.
E
Post a Comment
Kv.
E
<< Home