Friday, March 28, 2008

 

Rauður Kristal-plús

Það er ekkert eðlilegt hvað við mægður getum innbyrt af þessum drykk. Ég er farin að halda að það séu einhver ávanabindandi efni í vökvanum.

Annars er varla nokkuð merkilegt að gerast. Jú, nema að vörubílar virðast vera mjög hrifnir af göngubrúnni í Vatnsendahverfi. Það þurfti víst að fylgja börnum heim í dag(sem vanalega nota brúnna) því hún var lokuð. Í Fréttablaðinu var líka viðtal við tvær konur sem ég þekki, sem báðar heita María. Að lokum rakst ég á frétt um að Ellen deGeneres sé tekin við af Opruh sem vinsælasti spjallþáttarstjórnandinn. Það kemur mér ekki á óvart, því þættirnir hennar eru skemmtilegir. Ég vildi gjarnan sjá hana í íslensku sjónvarpi.

Ja hérna. Svona er það þegar maður er andlaus. Þá bullar maður bara.

Comments:
ef þetta ávanabindandi efni í rauðum kristal hefur megrandi áhrif - þá gæti ég alveg vanabundist þessum drykk þó mér finnist hann ódrekkandi í dag ;)

Kv.
E
 
Það væri sko alveg óskandi. Hefði ekkert á móti því að minnka aðeins.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?