Monday, October 08, 2007
Nú er mælirinn fullur!
Ég hef bara ekki fleiri jaxla til að bíta á. Ég hef þurft að hlusta á högg, dynki, hlaup, hopp, skóglamur, sjónvarpsfréttir, boltadrippl og ýmislegt fleira, en núna er mælirinn fullur. Þau eru búin að fá sér HEIMABÍÓ. Í gærkvöldi var styrjaldarástand í íbúðinni hjá mér.
Nei, ég er ekki paranoid. Fólk sem kemur í heimsókn til mín á yfirleitt ekki orð til að lýsa undrun sinni á hávaðanum sem berst af efri hæðinni. "Ertu ekki að grínast í mér" og "Þetta getur ekki verið eðlilegt", eru orð sem hafa verið látin falla. Ég talaði við Húseigendafélagið til að leita ráða og þeir sögðu sennilegast að ekki hafi verið sett nægjanleg hljóðeinangrun undir parketið. Þeir sögðu nú reyndar líka að þar sem fólk vissi af því að það væri mjög hljóðbært, sýndi fólk tillitssemi.
Já ég veit að ég er kannski að fara yfir einhverjar línur, en svona er það bara þegar maður er orðin argur. OG ef ég hefði komist í tölvuna í gærkvöldi, hefði þessi færsla varla verið birtingarhæf.
Nei, ég er ekki paranoid. Fólk sem kemur í heimsókn til mín á yfirleitt ekki orð til að lýsa undrun sinni á hávaðanum sem berst af efri hæðinni. "Ertu ekki að grínast í mér" og "Þetta getur ekki verið eðlilegt", eru orð sem hafa verið látin falla. Ég talaði við Húseigendafélagið til að leita ráða og þeir sögðu sennilegast að ekki hafi verið sett nægjanleg hljóðeinangrun undir parketið. Þeir sögðu nú reyndar líka að þar sem fólk vissi af því að það væri mjög hljóðbært, sýndi fólk tillitssemi.
Já ég veit að ég er kannski að fara yfir einhverjar línur, en svona er það bara þegar maður er orðin argur. OG ef ég hefði komist í tölvuna í gærkvöldi, hefði þessi færsla varla verið birtingarhæf.
Comments:
<< Home
djö...helv...andsk....nágrannar - þau VERÐA bara að laga þetta fjandans hljóðmál - þekkirðu ekki einhvern LÖGFRÆÐING, það hlýtur að vera hægt að kæra þau fyrir að brjóta á friðhelgi einkalífsins
er orðin sampirruð núna aaaarrrgghhhh
er orðin sampirruð núna aaaarrrgghhhh
Æ það er svo erfitt að eiga við svona - ég veit ekkert hvað er best að gera, en vonandi getur þú gert eitthvað. Hvað með húseigendafélagið, getur það kannski hjálpað þér?
Nei, þeir geta ekkert hjálpað og hvað þá fasteignasalinn. Þar sem ég hef ekki pening til að flytja, verð ég víst að búa við þetta, allavega í bili.
Og nágrannarnir lásu þetta og það varð rifrildi. Ég vil ekki fara nánar út í það hérna, ég verð víst að ritskoða það sem ég skrifa.
Og nágrannarnir lásu þetta og það varð rifrildi. Ég vil ekki fara nánar út í það hérna, ég verð víst að ritskoða það sem ég skrifa.
Fyrirgefið nágrannar sem lesið þetta. Það er ritfrelsi í landinu og þið hljótið að átta ykkur á því að þið eruð með óeðlilega mikinn hávaða eða hafið hreinlega gleymt að einangra gólfið ykkar. Hótanir í garð nágranna hafa aldrei getið af sér góð mál - reynið frekar að setja ykkur í spor undirbúans.
Þetta er náttúrulega ekki að ganga upp Veiga mín. Blessuð farðu bara að leita þér að nýrri íbúð þar sem þú kemur út á sléttu eða með meira í vasanum.
Eitt enn - blessuð farðu að blogga á blog.central.is og læstu blogginu - þannig gefur þú þeim sem þú vilt aðgang - hinir geta ekki lesið........fyndið samt að nágrannarnir eru að fylgjast með blogginu á hverjum degi múahahhahahah - margt skrítið í kýrhausnum - og ég meina það er ekki eins og þú sért að gefa upp heimilisfang hjá þér eða nafn nágrannanna ahahahahhahahahahaha
Þetta er náttúrulega ekki að ganga upp Veiga mín. Blessuð farðu bara að leita þér að nýrri íbúð þar sem þú kemur út á sléttu eða með meira í vasanum.
Eitt enn - blessuð farðu að blogga á blog.central.is og læstu blogginu - þannig gefur þú þeim sem þú vilt aðgang - hinir geta ekki lesið........fyndið samt að nágrannarnir eru að fylgjast með blogginu á hverjum degi múahahhahahah - margt skrítið í kýrhausnum - og ég meina það er ekki eins og þú sért að gefa upp heimilisfang hjá þér eða nafn nágrannanna ahahahahhahahahahaha
Æ, þú varst búin að tala við húseigendafélagið. Fyrirgefðu - stundum get ég verið pínu treg...
En leiðinlegt að þetta skuli vera farið út í rifrildi - það auðveldar ekki málið. Gangi þér sem allra best með þetta!
Post a Comment
En leiðinlegt að þetta skuli vera farið út í rifrildi - það auðveldar ekki málið. Gangi þér sem allra best með þetta!
<< Home