Monday, October 29, 2007

 

Lítil prinsessa er komin í heiminn


Fullkomin lítil prinsessa kom í heiminn í morgun. Hún fæddist klukkan 4.50 í morgun og var 3053 gr. og 49 cm. Ég á soldið mikið í henni, því þetta er systurdóttir mín. Fæðingin gekk mjög vel, systir mín þurfti engin verkjalyf (þessi hetja) og fæðingin fór fram í vatni. Það þarf varla að taka það fram að foreldrarnir og nánustu ættingjarnir eru alveg dolfallnir yfir þessu litla kríli, sem á örugglega eftir að vefja öllum um fingur sér.

Lífið er yndislegt!

Comments:
hún er baaaara krútt litla dúllan - knúsar á línuna :)
 
Innilega til hamingju - hún er algert æði!
 
Til haaamingju :D
 
Takk, takk. Hún er alger dúlla, svo alvörugefin á svipinn.
 
Til hamingju með litla alvörugefna krúttið!
 
Takk fyrir. Við erum jafn skyldar henni, ég og "ofurkennarinn".
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?