Monday, October 29, 2007
Lítil prinsessa er komin í heiminn

Fullkomin lítil prinsessa kom í heiminn í morgun. Hún fæddist klukkan 4.50 í morgun og var 3053 gr. og 49 cm. Ég á soldið mikið í henni, því þetta er systurdóttir mín. Fæðingin gekk mjög vel, systir mín þurfti engin verkjalyf (þessi hetja) og fæðingin fór fram í vatni. Það þarf varla að taka það fram að foreldrarnir og nánustu ættingjarnir eru alveg dolfallnir yfir þessu litla kríli, sem á örugglega eftir að vefja öllum um fingur sér.
Lífið er yndislegt!
Lífið er yndislegt!