Wednesday, September 19, 2007

 

Ræktin

Jú, þið lásuð rétt. Gamla konan er byrjuð í ræktinni (aftur!). Ég hef ekki stigið fæti inn á líkamsræktarstöð í fimm ár, svo það er ekki seinna vænna. Blóðþrýstingurinn hefur hækkað, þrekið og þolið minnkað og aukakílóin hafa smám saman hlaðist utan á mig.

Ég ákvað að kaupa mér árskort í Versölum. Stöðin er ekki stór, en tækjakostur er ágætur. Ég hitti þjálfara áðan, sem bjó til prógram handa mér og setti mig í gang. Prógramið er frekar létt til að byrja með og ég á að mæta þrisvar í viku. Ég fann svolítið fyrir blóðþrýstingnum þegar ég reyndi á mig, svo ég held að það sé ráð að fara að hitta heimilislækninn. Það var nú svolítið skondið þegar hann mætti áðan (er greinilega að rækta sig á sama stað) og fór á göngubrettið við hliðina á mér. Og klaufinn ég náði að missa I-podinn minn, sem skutlaðist af brettinu.

Fyrsta markmiðið sem ég setti mér...er að mæta þrisvar í viku.

Comments:
Dugleg!

Ég er að reyna að manna mig upp í að fara til einkaþjálfara. :)
 
Glæsilegt hjá þér... ég vildi að ég kæmi mér líka í einhverja leikfimi. Það er svo erfitt að byrja!
 
Takk,takk. Ég hef mætt 4x núna, eða annan hvern dag. Púlsinn var svolítið hár fyrst, en ég sé að hann er strax að færast neðar.

Það er alveg rétt hjá ykkur, það er erfiðast að byrja. Um að gera að drífa sig.
 
dugleg stelpa :)
 
Glæsilegt!
 
hédddna ertu nokkuð búin að drepa þig í ræktinni?
 
Hehe nei, það er bara búið að vera brjálað að gera undanfarið.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?